Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 88

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Stjörnu-Oddi þróar og framleiðir mælitæki sem notuð eru við ýmiss konar hafrannsóknir, t.d. rannsóknir á þorski, skar-kola, skötusel og einnig á laxfiskum þar sem fylgst er með því hvernig þeir haga sér eftir að þeir koma úr ám og út í hafið. Mælitæki Stjörnu-Odda eru líka notuð í iðnaði, í kjarnorkuverum, námum og hjá olíufyrirtækjum svo að nokkuð sé nefnt. „Það merkilega við vörur okkar er að þær eru ekki bara litlar heldur pínulitlar, svo litlar að koma má þeim fyrir í dýrum án þess að það valdi þeim óþægindum. Tækin eru notuð til að afla upplýsinga um fiskana í sjónum og það hvernig þeir haga sér, en þetta eru þýðingarmiklar upplýsingar fyrir þá sem stunda hafrannsóknir,“ segja hjónin Sigmar Guðbjörnsson og Jóhanna Ástvaldsdóttir, stjórnendur Stjörnu-Odda. „Mælitækin eru m.a. sérstök fyrir þær sakir að við setjum þau í umbúðir sem tryggja að líkami dýra hafnar þeim ekki, en það skiptir miklu máli til að tryggja endurheimtur. Fyrir nokkrum árum komu fram óskir um búnað sem gerði kleift að merkja fiska neðansjávar. Við hönnuðum þá merkingarbúnað í samstarfi við Hafrann- Líklega eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem geta tekið þátt í stórsýningum úti um allan heim og látið sér nægja að taka sýningar- gripina með sér í handfarangri. Þannig er því þó farið með Stjörnu-Odda sem sýnir á næst- unni örsmáan en háþróaðan tæknibúnað á sýningum bæði í Bandaríkjunum og Belgíu. TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON MÆLITÆKIN FARA JAFNT Í LAXFISKA SEM KJARNORKUVER Sigmar Guðbjörnsson og Jóhanna Ástvaldsdóttir, stofnendur og hluthafar í Stjörnu-Odda.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.