Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað í Mílanó árið 2001. Guð-jón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, hefur verið formaður ráðsins frá upphafi. Spurður að því hverju hann vilji koma til leiðar segir Guðjón: „Efla enn frekar samskipti Íslands og Ítalíu. Þó að viðskipti séu tölu- verð milli landanna er enn langt í land að þau jafnist á við viðskipti íslenskra fyrirtækja við mörg önnur Evrópuríki. Aukin þekking aðila á viðskiptaumhverfi landanna er besta leiðin til að stuðla að meiri viðskiptum milli þeirra.“ Aðaltilgangur ráðsins er að efla viðskipti landanna og Guðjón segir að ráðið stuðli einkum að tilgangi sínum með fundum og ráð- stefnum um málefni sem tengjast viðskiptum landanna og byggi í sama tilgangi upp tengslanet. Guðjón nefnir sem dæmi að á fundi, sem ráðið stóð fyrir með forsætisráðherra Íslands í Róm haustið 2002, hafi verið undirritaður tvísköttunarsamningur milli ríkjanna. „Tvísköttunarsamningar eru tæki til að tryggja sem samkeppnis- hæfast starfsumhverfi í viðskiptum landa og því var það táknrænt að íslensk og ítölsk stjórnvöld skyldu velja þennan vettvang til að undirrita samninginn. Ráðið hefur einnig staðið fyrir nokkrum ítölskum viðskiptadögum á Íslandi, þar sem íslenskt athafnafólk hefur miðlað af reynslu sinni af því að eiga viðskipti við Ítalíu og ítalskir viðskiptamenn hafa verið boðnir hingað til lands og sagt frá reynslu sinni af viðskiptum við Íslendinga. Árið 2005 tók ÍTÍS þátt í því með listasmiðjunni Klink og Bank og sendiráði Ítala að setja hér á landi upp sýningu um ítalskan nútímaarkitektúr. Sú sýning vakti mikla athygli, ekki síst hjá íslenskum arkitektum. Í framhaldi hennar fann ég fyrir áhuga ítalskra stjórnvalda á að virkja íslenska arkitekta til að taka þátt í samkeppnum um einstök verkefni á Ítalíu. Hvort sú hefur orðið raunin í framhaldinu veit ég ekki en oft er það þannig að ekki þarf nema smáhvatningu til að hjálpa innlendum aðilum að stíga skrefið og reyna fyrir sér í því sem þeir kunna best á erlendri grund.“ Sendiráð í Róm Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið á regluleg samskipti við sendiráð ríkjanna auk þess sem töluverð sam- skipti hafa verið við svæðisbundin viðskiptaráð á Ítalíu. Þess má geta að mikilvægt skref var stigið á síðasta ári þegar Ísland opnaði sendiráð í Róm. Ítalir eru hins vegar með sameiginlegt sendiráð fyrir Ísland og Noreg og er það staðsett í Osló. „Til framtíðar litið skiptir máli að Ítalir opni sendiráð hér á landi en það mun án nokkurs vafa styrkja tengsl land- anna frekar á öllum sviðum. Guðjón Rúnarsson. „Aukin þekking á viðskiptaumhverfi landanna er besta leiðin til að stuðla að meiri viðskiptum þeirra á milli.“ ÍTALSK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Ítalía er land tækifæranna Íslendingar hafa keypt mun meira af vörum frá Ítalíu en þeir hafa flutt þangað út. Þannig hefur innflutningurinn numið í kringum 4% af heildarinnflutningi á vörum til Íslands síðustu ár, en útflutningurinn til Ítalíu hefur numið um 1%. Íslendingar kaupa fjölbreyttar vörur frá Ítalíu, svo sem matvæli, vín, bíla, lækningatæki og fatnað. Hins vegar hafa Ítalir keypt af okkur fisk í áratugi, en einnig eitthvað af landbúnaðarvörum. Vöruviðskiptin segja þó ekki alla söguna þar sem þjónustuviðskipti milli land- anna fara vaxandi. Þannig má benda á að ferðalög bæði Íslendinga til Ítalíu og Ítala til Íslands hafa stóraukist á síðasta áratug í samræmi við aukið framboð á beinu flugi milli landanna. Þá hafa íslensku bankarnir átt töluverð við- skipti við Ítalíu síðustu ár og einn íslenskur banki er með starfsstöð í Mílanó.“ „Einn íslenskur banki er með starfs- stöð í Mílanó.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.