Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 46

Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 líka þegar við fórum að skoða málin að það er margt gott að sækja til Íslands. Ég er mikill fjölskyldumaður og mér þykir gaman að vera með fjölskyldunni, hvort sem það er við útiveru eða aðrar tóm- stundir. Við keyptum okkur hjólhýsi í vor og notuðum það til að ferðast um landið vegna þess að þegar við fórum út á sínum tíma höfðum við séð allt of lítið af því. Ég hef líka gaman af veiði og reyni að stunda hana með vinunum þegar tími gefst til, auk þess sem ég er með létta mótorhjóladellu og er með nýtt borðtennisborð í bílskúrnum. Ég er þannig gerður að ég verð alltaf að hafa mikið fyrir stafni og þrífst á aksjón.“ Forstjóri MEST Þórður er sagður öflugur í starfi og ósérhlíf- inn í vinnu. Hann segist sjálfur hafa mikinn áhuga á því sem hann er að gera hverju sinni. Skömmu eftir heimkomuna var hann ráðinn aðstoðarforstjóri Pennans og Eymundssonar. Hugmyndin var að Gunnar Dungal, þáver- andi eigandi og forstjóri, minnkaði við sig vinnu og að Þórður tæki við rekstri fyrirtæk- isns. Aðstæður æxluðust þó á þann veg að fyrirtækið var selt áður en Þórður hóf störf. ,,Ég réð mig því til Íslandsbanka og starf- aði að erlendum samskiptum í tengslum við möguleika bankans að hasla sér völl á vettvangi flutningabransans. Eftir tveggja mánaða starf hjá bankanum höfðu eigendur MEST sambandi við mig og buðu mér starf og síðan hef ég verið þar.“ Fyrir skömmu sameinuðust MEST og byggingarvöruverslunin Súperbygg og við Þ Ó R Ð U R B I R G I R B O G A S O N Í N Æ R M Y N D Kunni að redda ókeypis pítsum „Tóti er á ákaflega fjörugur og skemmtilegur félagi,“ segir Ragnar Þ. Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, sem var með Þórði í verk- fræðináminu. „Við vorum náttúrulega fátækir námsmenn en höfðum það samt gott. Tóti hefur alltaf kunnað að fara með peninga og gera mikið úr litlu og því snemma ljóst að hann yrði góður rekstrarmaður. Á náms- árunum í verkfræði lifðum við að mestu á hrísgrjónum með karrýi og dagsgömlu brauði sem var hægt að fá með afslætti í bakaríinu. Þetta var á þeim tíma þegar maður fékk píts- una ókeypis ef hún var ekki komin innan ákveðins tíma og Tóti var ansi góður í að redda þeim án þess að borga. Tóti var góður námsmaður en for- gangsröðin hjá okkur á námsárunum er ekki til eftirbreytni. Í fyrsta sæti var að skemmta sér, síðan komu íþróttirnar og í þriðja sæti var námið. Eitt af því sem hefur komið mér á óvart við Tóta er hvað hann er afburðagóður kokkur. Ég hélt ein- hvern veginn að hann væri of mikill töffari til að eiga sér þessa mjúku hlið og nenna að standa í eldhúsinu og dunda sér við matseld og gera til- raunir. Í dag hittumst við reglulega ásamt fleirum og drekkum gott rauð- vín og borðum góðan mat.“ Ragnar Þ. Jónsson. sameininguna varð til öflugt alhliða fyrirtæki á sviði byggingariðnaðar með 250 manns í vinnu og veltu upp á 6 milljarða króna á ári. ,,MEST er gríðarlega framsækið fyrirtæki og vöxturinn hefur verið ævintýralegur. Síð- ustu mánuðina höfum við lagt áherslu á að breyta kúltúrnum í fyrirtækinu og temja okkur nýja sýn sem í grófum dráttum felst í því að gera hlutina vel og hafa gaman af því sem við erum að gera. Hvað vörufram- boð og þjónustu varðar höfum við styrkt okkur gríðarlega. Við höfum ráðið til okkar haug af mjög góðu fólki með mikla reynslu og með því móti höfum við náð miklum árangri. Án þess að ég vilji fara nákvæmlega út í það á þessari stundu get ég sagt að í framtíð- inni ætlum við að færa verulega út kvíarnar og bjóða upp á enn meiri og víðtækari þjón- ustu á íslenskum byggingamarkaði. Við erum til dæmis með í athugun stórfelldan innflutn- ing á vörum, jafnframt því sem við leggjum áherslu á vöruþróun á þeirri framleiðslu sem við bjóðum upp á. Auk þess erum við að skoða frekari kaup á fyrirtækjum sem falla vel að okkar starfsemi.“ Þórður er sagður öflugur í starfi og ósérhlífinn þegar kemur að vinnu. Hann segist sjálfur hafa mikinn áhuga á því sem hann starfar við hverju sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.