Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 9 þeir ekkert gjaldfært nema vextina af fjármögnuninni og afskriftir af húsinu. Sérfræðingurinn, sem gerir fjármögnunarleigusamning t.d. til 12 ára, getur gjaldfært leiguna að fullu á þeim tíma og e.t.v. sparað sér skattgreiðslur, þ.e. hann frestar þeim og byggir upp eigið fé.“ Börkur segir að þetta sé mjög góður valkostur. Í lok leigutíma á sérfræðingurinn húsnæðið skuldlaust en hann getur líka endurnýjað samninginn á tímabilinu, þjóni það hagsmunum hans betur. Og hann bætir við: „Við erum vissulega með mjög samkeppnishæfar lausnir fyrir alla sem nýta húsnæði í eigin rekstri. Það er mikill kostur fyrir menn að sameina hagkvæma fjármögnun og fresta skattgreiðsl- unum með þessum mjög gegnsæja og eðlilega hætti. Við höfum fundið fyrir mjög jákvæðum straumum gagnvart fjármögnunar- og kaupleigusamningunum, sem eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir þá sem eru í leiguhúsnæði og vilja eignast húsnæði sjálfir. Þetta á þó ekki síður við um hina sem vilja breyta til, þ.e. eru í eigin húsnæði þar sem bundið er mikið eigið fé. Þeir vilja þá gjarnan selja húsnæðið og endurleigja það til þess að losa tímabundið um fjármagn og nýta það til áframhaldandi uppbyggingar í rekstrinum.“ Lýsing hf. sækir inn á markað fasteignafjármögnunar Frá því lög heimiluðu gerð eignarleigusamn- inga vegna fjármögnunar á húsnæði hefur Lýsing hf. staðið í vaxandi mæli að gerð slíkra samninga þar sem sterkir og öflugir viðskiptamenn velja þetta fjármögnunarform vegna skattahagræðis og samkeppnishæfra viðskiptakjara. Lýsing hf. vinnur stöðugt að þróun og útfærslu á vörum sínum og því er mjög líklegt að samningarnir muni í fram- tíðinni fela í sér ýmsa þjónustuþætti tengda fasteigninni auk fjármögnunarinnar á sjálfu kaupverðinu. Sem dæmi má nefna vátrygg- ingar, öryggisgæslu og jafnvel viðhald, enda vill Lýsing hf. vinna með viðskiptavinum sínum að sterkum og verðmætum lausnum sem skila hámarksávinningi til lengri eða skemmri tíma. Fjármögnun atvinnuhúsnæðis með eignarleigusamningum hentar þeim mjög vel sem nýta fasteignir undir eigin atvinnurekstur. Þetta á við um sérfræðinga eins og verkfræðinga, arkitekta, lögfræðinga og tannlækna þar sem stofnkostnaður í upphafi sjálfstæðs atvinnurekstrar er mikill. Með þetta í huga býður Lýsing hf. viðskiptavinum sínum fjármögnunarleigusamninga til að fjármagna atvinnuhúsnæðið. Með því móti er e.t.v. hægt að fresta skattgreiðslum og byggja upp eigið fé til að standa undir framtíðarvexti. Auglýsing frá Lýsingu þar sem fjármögnun atvinnuhúsnæðis er kynnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.