Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 A lþjóðasvið Viðskiptaráðs Íslands var stofnað fyrir þremur árum til að halda utan um millilandaráð viðskiptaráðsins; Sænsk- íslenska viðskiptaráðið, Þýsk-íslenska viðskiptaráðið og fleiri. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, sem var framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska við- skiptaráðsins í 10 ár, er nýráðinn framkvæmdastjóri alþjóðasviðsins og hún segir að ráðin hafi verið orðin allmörg og að starfsemin hafi skarast á vissum sviðum. Markmið millilandaráðanna er að hafa milligöngu um viðskipti milli Íslands og annarra landa, miðla upplýsingum og aðstoða fyr- irtæki og einstaklinga sem hafa áhuga á að komast í viðskipti í öðrum löndum. Að mati Kristínar má halda því fram að markmið þessarar starfsemi sé í reynd að búa til alþjóðlegt tengslanet, viðhalda því og stækka það svo að félagar ráðanna geti nýtt sér þau sambönd sem skapast jafnt við fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir. Kristín bendir á að þau millilandaráð sem heyra undir alþjóða- sviðið séu misstór og starfsemi þeirra því mismikil. „Þýsk-íslenska við- skiptaráðið er til dæmis mjög umsvifamikið og með mikla starfsemi og þar er daglegur rekstur töluverður á meðan önnur eru minni og starfsemin tengist fyrst og fremst sérstökum viðburðum sem þau standa fyrir. Daglegur rekstur tengist auðvitað skipulagningu við- burða, upplýsingagjöf, samskiptum við erlend og íslensk fyrirtæki og síðan að sjálfsögðu hefðbundinni umsýslu.“ Kristín segir að alþjóðasviðið sé fyrst og fremst þjónustusvið. „Hlutverk þess er kannski ekki beint að skapa viðskiptatækifæri heldur aðstoðar það við að koma á tengslum og samböndum. Það stendur hins vegar oft fyrir fundum, ferðum og ráðstefnum þar sem reynt er að leiða saman fólk sem gæti haft áhuga á að mynda við- skiptasamband. Að því leyti getur ráðið haft mikið frumkvæði en auðvitað veltur framhaldið síðan á fyrirtækjunum sjálfum sem end- anlega taka ákvörðun um hvort af viðskiptum verður.“ Helstu viðskiptalönd Íslendinga Ráðin verða oftast til fyrir milligöngu Viðskiptaráðs Íslands og þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við viðkomandi land. Milli- landaráðin tengjast jafnan helstu viðskiptalöndum Íslendinga. „Ástæðan er í sjálfu sér einföld - þau lönd sem Íslendingar eiga mest viðskipti við eru líka þau sem fýsilegast er að eiga annars konar samstarf við.“ Mikill áhugi er á að fjölga millilandaráðunum en Kristín segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort af því verður. ,,Það kostar mikla fyrirhöfn að koma á millilandaráði, mikla vinnu og áhuga og það verður að vera tryggt áður en lagt er af stað að starfið muni skila árangri.“ Að sögn Kristínar verður þess gætt að hvert ráð haldi ákveðnu sjálfstæði líkt og verið hefur. „Viðburðir eru til dæmis ekki skipulagðir í nafni Alþjóðasviðsins. Þýsk-íslenska viðskiptaráðið skipuleggur til að mynda árlega Íslandskynningu í Þýskalandi en Bresk-íslenska viðskiptaráðið skipuleggur það sem að Bretlandi snýr og svo framvegis. Þá hafa öll ráðin sjálfstæðan fjárhag, eigin félagaskrá og eigin stjórn.“ Stjórnarseta í millilandaráðunum byggist á áhuga þeirra sem þar sitja. „Það hefur verið gæfa ráðanna að í þessar stjórnir hefur undan- tekningalaust valist áhuga- og atorkusamt fólk. Framkvæmdastjóri starfar eðlilega náið með stjórninni og kannski sérstaklega stjórnar- formanninum og að auki nýtur hann samstarfsins við Viðskiptaráð Íslands og starfsmenn þess. Þessi umgjörð tryggir að starfið skilar þeim árangri sem stefnt er að. Síðast en ekki síst ber að nefna ómetanlegan þátt erlendra sendiráða á Íslandi og íslenskra sendiráða erlendis. Við þau öll er mikið og gott samstarf sem og svo auðvitað við félagana, bæði hér heima og í öðrum löndum. Á endanum eru það auðvitað þeir og sú þjónusta sem þeir fá sem skiptir öllu máli.“ Kristín S. Hjálmtýsdóttir: „Þau lönd sem Íslendingar eiga mest viðskipti við eru jafnframt þau sem fýsilegast er að eiga annars konar samstarf við.“ ALÞJÓÐASVIÐ VIÐSKIPTARÁÐS ÍSLANDS Alþjóðlegt tengslanet markmiðið „Alþjóðasvið Við- skiptaráðs Íslands var stofnað fyrir þremur árum til að halda utan um millilandaráð við- skiptaráðsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.