Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 77
Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs og staðgengill bankastjóra Landsbankans, er í stjórn Bresk-íslenska viðskipta- ráðsins sem var stofnað í nóvember árið 1997. Félagar eru 139 og þá aðallega fyrirtæki. „Ég hóf að starfa með ráðinu í fyrra að beiðni John Quitter, for- manns ráðsins. Ég er í framkvæmdastjórn fyrir hönd Íslandsdeildar ráðsins. Þess má geta að John Quitter hefur um árabil tengst við- skiptum við Ísland eða allt frá því hann var tengiliður Citigroup í London við Ísland fyrir um 20 árum. Hann starfaði einnig við fleiri alþjóðlega banka sem eiga mikil viðskipti við íslensk fjármálafyrir- tæki.“ Brynjólfur segir að mikilvægt sé að stuðla að auknum alþjóðavið- skiptum íslenskra fyrirtækja í Bretlandi sem og fjárfestingum breskra aðila á Íslandi. „Fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa verið miklar síðustu ár. Þær eiga sér þó rætur enn lengra aftur í tíma þar sem fiskmarkaðsfyrirtækin og flutningafyrirtækin hafa lengi átt þar starfs- stöðvar. Umsvifamestar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa verið á smásölumarkaði, í matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og fjármálafyrirtækjum. Þá eru ótalin lánaviðskipti íslenskra fjármálafyrir- tækja við og í gegnum City of London sem er langfyrirferðarmesta fjármálamiðstöð Evrópu. Lánaviðskiptin eru nú ekki lengur einhliða eins og lengst af var venjan. Þannig eru íslenskir bankar nú bæði að taka lán í gegnum fjármálafyrirtæki í London og jafnframt nokkuð umsvifamiklir í útlánum til fyrirtækja starfandi í Bretlandi og víðar í Evrópu, bæði í gegnum starfsstöðvar þar og á Íslandi.“ Í fyrsta sæti Bretland var helsta útflutningsland Íslands samkvæmt tölum Hag- stofunnar árið 2005 eins og árin á undan. „Verðmæti útflutnings til Bretlands nam þá 34,6 milljörðum króna eða 18% af heildarútflutn- ingi. Sjávarafurðir voru 82% útflutningsins til Bretlands árið 2005. Bretland var í sjötta sæti innflutningslanda okkar á árinu 2005 en þá nam innflutningur 18,1 milljarði króna. Stærsti einstaki liðurinn eru vélar og samgöngutæki, eða 7,7 milljarðar króna, og síðan fjöldi ann- arra vörutegunda af ýmsu tagi. Auk þess eru umfangsmikil fjármála- viðskipti við Bretland sem og kaup íslenskra fyrirtækja á þarlendum fyrirtækjum.“ Brynjólfur segir að enn sem komið er hafi áhugi breskra fjárfesta á beinum fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum verið minni en áhugi íslenskra á breskum. „Að hluta til kann það að stafa af smæð íslenska markaðarins. Hins vegar er eru flest fyrirtækin skráð einungis í íslenskum krónum í íslenskri kauphöll og það er ekki einfalt fyrir erlenda aðila sem vilja halda hlutabréfasafni með dreifðri áhættu. Velta með bréf í mörgum skráðum fyrirtækjum á Íslandi er einnig það takmörkuð að seljanleiki er ekki alltaf nógu mikill. Þá skilja erlendir aðilar ekki vel verðtryggingu og talsverðar gengissveiflur krónunnar. En sameining Kauphallar Íslands við OMX getur stuðlað að alþjóðlegum viðskiptum með íslensk hlutabréf.“ BRESK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Brynjólfur Helgason. „Umsvifamestar fjár- festingar íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa verið á smá- sölumarkaði, í mat- vælaframleiðslu, ferðaþjónustu og fjár- málafyrirtækjum.“ Aukin alþjóðaviðskipti nauðsynleg F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 77 „Sjávarafurðir voru 82% útflutningsins til Bretlands árið 2005.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.