Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 M un yfirstandandi skilnaður Bítilsins Sir Paul McCartneys við eiginkon- una Heather Mills slá öll met í skilnaðargreiðslum? Fjölmiðlar spá því að svo verði. Þeir giska á að Mills muni hljóta 200 milljónir punda (26 milljarða króna) í sinn hlut við skilnaðinn, þ.e. eftir fjögurra ára hjónaband og eina dóttur. Sir Paul hefur boðið Heather 30 milljónir punda (3,9 milljarða kr.) en hún hefur hafnað þeirri fjárhæð. Paul McCartney og Heather Mills gerðu ekki með sér kaupmála þegar þau gengu í hjónaband fyrir fjórum árum. En áður en menn taka upp vasaklútinn í samúðarskyni við Bítilinn er rétt að minna á að eignir McCartneys eru metnar á tæpan milljarð punda, hann er í 65. sæti á auð- mannalista Sunday Times. Hugsanlega er meiri auður á leiðinni í vasa Sir Pauls því að Bítlarnir hafa átt í ára- löngum málaferlum við plötufyrirtækin EMI og Capitol fyrir vangoldnar greiðslur frá því forðum. Bítlakrafan er upp á 13,5 milljónir punda. Og í ljósi Bítlaauðæfanna er þetta hrein skiptimynt og merkilegt að þeir nenni þessu – en kannski munar um allt. Það má deila um hvort ástin verði metin til fjár. Það er hins vegar löngu ljóst af skiln- uðum breskra auðmanna að skilnaðir kosta sitt. Lengi vel var metupphæðin í skilnaðar- málum þær 17 milljónir punda (2,2 millj- arðar króna) sem Karl Bretaprins greiddi Díönu prinsessu við skilnað þeirra 1996. Endurómur af því máli er að McCartney réð lögfræðing prinsins, konu, til að ráða sér heilt. Mills gerði sér lítið fyrir og réð lögfræð- ing prinsessunnar. Nýtt met var sett nýlega Í haust var sett nýtt met þegar fráskilinni eiginkonu voru dæmdar 48 milljónir punda (6,2 milljarðar króna) í sinn hlut eftir 29 ára hjónaband – börnin tvö eru flutt að heiman. Eiginmað- urinn hafði auðgast á tryggingafyrirtæki sem hann byggði sjálfur upp, eiginkonan hugsaði um heimilið. Hann var öskusár eftir dóminn, hugðist áfrýja en það væri kannski óviturlegt: Að greiddum hlut eiginkonunnar heldur hann eftir 63% eigna sinna en af því að helm- ingaskiptareglan vinnur á hér gæti hann átt á hættu að áfrýjun kostaði hann enn meir. Í þessu dæmi er ljóst hvað ástin kostaði en spurning hvort það komi bakreikningur fyrir þverúð. McCartney og Mills Það telst ekki til merkis- afmæla að verða 64 ára, en öðru máli gildir þegar maður hefur búið til heimsþekkt lag Þegar „All you need is love“ gildir ekki lengur duga lög- fræðingar betur en ástin, eins og skilnaðarmál McCartney – Mills sýnir, skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá London. ÞAR SEM ÁS TIN ENDAR Skilnaður Paul McCartneys og Heather Mills: TAKA LÖGFRÆÐINGARNIR VIÐ L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.