Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 73
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, er formaður Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins. Hann var framkvæmdastjóri SÍF á Spáni árið 1997 þegar ráðið var stofnað. „Á þeim tíma var reynt að setja saman stjórn sem samanstóð annars vegar af Íslendingum, sem störfuðu á Spáni, og Spánverjum og hins vegar af aðilum á Íslandi sem voru í viðskiptum við Spánverja. Ég sat í ráðinu til ársins 2000 en þá var ég fluttur til Íslands og tekinn við starfi framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs. Ég fór síðan aftur í stjórn ráðsins árið 2003. Þá var ég starfandi stjórnarformaður í Primex ehf. sem var í viðskiptum við Spán.“ Úlfar varð formaður Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins árið 2003. „Starf í ráðinu tekur ekki mikinn tíma en þetta gefur manni tækifæri til að hitta fólk endrum og sinnum og ræða samskipti Íslands og Spánar.“ Úlfar segist hafa mikinn áhuga á að viðskipti milli landanna geti vaxið og dafnað. „Ég myndi vilja að spænskt sendiráð væri á Íslandi en í dag þurfum við að sækja það sem á þarf að halda í samskiptum við Spán í gegnum sendiráð Spánar í Osló. Þá hef ég mikinn áhuga á að fleiri Íslendingar kynnist Spáni á annan hátt en flestir gera í sólarlandaferðum. Spánn hefur upp á að bjóða svo margbreytilega menningu og marga frábæra staði sem íslenskir ferðamenn fara á mis við. Ég er sjálfur ekki búinn að heimsækja alla þá staði sem ég hef áhuga á að heimsækja þrátt fyrir að hafa farið oft til Spánar síðan ég bjó þar á sínum tíma.“ Vín, húsgögn, ávextir... Spænsk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir fundum og ráðstefnum um málefni sem tengjast viðskiptum á milli landanna. Það skipuleggur heimsóknir aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins. „Ráðið vakir yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna jafnt hjá spænskum sem íslenskum yfir- völdum og opinberum stofnunum. Það veitir beina þjónustu samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni svo sem varðandi upplýsingar um viðskiptasam- bönd, það aðstoðar við að koma á tengslum milli fyrirtækja og safnar og miðlar upplýsingum um viðskiptalíf landanna. Starfsmenn Viðskiptaráðsins sinna stórum hluta af þessari þjónustu ráðsins.“ Úlfar segir að samskipti Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins séu aðallega við „Las Camaras Comercios“. „Í flestum spænskum borgum eru viðskiptaráð sem eru hluti af ,,Las Camaras Comercios“ og þegar Spænsk-íslenska viðskiptaráðið hefur verið með aðalfundi sína, á þriggja ára fresti, hafa þeir verið haldnir í samstarfi annars vegar við viðskiptaráðið í Bilbao þar sem aðalfundurinn var árið 2000 og við viðskiptaráðið í Vigo þar sem fundurinn var árið 2003. Við- skiptaráðið í Barcelona tók þátt í undirbúningi að stofnfundi ráðsins árið 1997.“ Úlfar nefndir spænskt vín þegar hann er spurður um innflutning frá Spáni. „Spánverjar voru þeir einu sem fengu að flytja inn vín til Íslands á þeim árum þegar bannað var að flytja inn áfengi. Ástæðan var að þeir neituðu annars að kaupa af okkur saltfisk.“ Úlfar nefnir líka spænsk húsgögn og fatnað. „Ávextir og grænmeti eru líka hluti af innflutningnum en það ber kannski minna á alls konar efnavörum sem eru þó stór hluti af innflutningnum.“ Fiskur er helsta útflutningsvaran til Spánar eða tæp 90% af öllum útflutningi þangað. „Þar vegur þyngst útflutningur á saltfiski sem Spánverjar hafa keypt frá því Íslendingar fóru að verka saltfisk. Mestur vöxtur í útflutningi síðustu árin er þó á lyfjum.“ SPÆNSK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Úlfar Steindórsson. „Spánverjar voru þeir einu sem fengu að flytja inn vín til Íslands á þeim árum þegar bannað var að flytja inn áfengi. Ástæðan var að þeir neituðu annars að kaupa af okkur saltfisk.“ Fiskútflutningur um 90% af viðskiptunum við Spán F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 73 „Mestur vöxtur í útflutningi síðustu árin er á lyfjum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.