Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 85 SVIGNAR NATO EÐA BROTNAR? Við sáum hvað þið gátuð lagt mikið til á þessu sviði þó svo að þið getið ekki aðstoðað hernaðarlega. Mikill áhugi skapaðist á því að fá Íslendinga til að stjórna flugvellinum í Kabul og það gekk eftir. Afganistan er hreint helvíti á jörðu þessa dagana og allir eru þakk- látir fyrir framlag ykkar þar. Þar að auki skilst mér að þið gegnið viðamiklu hlutverki í sam- skiptum Evrópusambandsins og NATO.“ Aðspurður um varnarmál Íslands sagði annar talsmaður að Ísland félli undir vernd Atlantshafsbandalagsins samkvæmt lögum þess. „Það kemur ekki til greina að það sé ráð- ist á eitt einasta NATO-ríki án þess að það sé álitin stríðsyfirlýsing við okkur öll. Þetta er það sem gerðist eftir 11. september og það sama myndi gerast ef einhver ógnaði Íslandi. Ísland getur alltaf komið til NATO ef það telur öryggi sínu ógnað. Samtökin eru skuldbundin til að finna lausn á varn- armálum landsins ef um er beðið.“ Leyniþjónusta nauðsynleg Bandaríski hryðjuverkasérfræðingurinn benti þó á að hryðjuverk væru hin nýja og raunverulega ógn. „Það er úrelt hugsun að vilja halda í sýnilegar en tilgangslausar varnir. Í dag er óvinurinn ekki að undirbúa flugskeytasend- ingu, heldur mætir hann með ferðatösku fulla af sprengiefni. Eina vörnin gegn slíku er að starfrækja öfluga leyniþjónustu sem er í nánu samstarfi við leyniþjónustur annarra bandalagsríkja. Ég veit að þið hafið ekkert slíkt á Íslandi en mín skoðun er sú að til þess að þjóð geti tryggt sér aðgang að hern- aðarlega mikilvægum upplýsingum, og þar með tryggt öryggi sitt, sé leyniþjónusta af einhverju tagi nauðsynleg.“ Atlantshafsbandalagið og sterkustu með- limir þess hafa sætt gagnrýni fyrir að leyfa harðstjórum að komast upp með ýmis ódæði í skiptum fyrir upplýsingar um hryðjuverka- starfsemi. Það kom á óvart hversu opinskátt fulltrúar NATO voru tilbúnir að ræða þau mál við blaðamenn. „Bandaríkin ráða náttúrlega mestu um þessi mál en bandalagið sjálft hefur tekið aðeins öðruvísi á málunum. Við erum t.d. í samstarfi við einræðisríki eins og Úsbekistan og Hvíta-Rússland en það er takmarkað vegna þess að NATO hefur ekki sama þol gagnvart mannréttindabrotum og núver- andi ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist hafa.“ Annar fulltrúi bætti við: „Pervez Musharraff mun örugglega komast upp með ýmislegt í Pakistan og halda þar völdum árum saman í skjóli samstarfs við Bandaríkin. Það mál er hins vegar ekki á borði NATO.“ Ólíkar skoðanir Þegar ferðinni var lokið höfðum við rætt við á annan tug fulltrúa NATO, jafnt á fundum sem og á persónulegum nótum yfir kaffibollum á milli fyrirlestra. Það sem sló undirritaðan hvað mest var hversu opinskáir fulltrúar NATO voru við okkur. Ekki síst í ljósi þess að fólk var ekki alltaf sammála og sú mynd sem fulltrúarnir gáfu okkur var af sam- tökum í ákveðinni tilvistarkreppu. Engu að síður hefur Atlantshafsbandalagið vissulega staðið af sér hrun stórveldisins sem það var stofnað til að sporna gegn og endurskilgreint sig sem mun huglægara bandalag þjóða með sams konar gildismat. Að Atlantshafsbandalaginu koma margar þjóðir og ótal einstaklingar. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart, eða vera veik- leikamerki, að innan þess séu skiptar skoð- anir. Þvert á móti mætti segja að tilvist sjálfs- gagnrýni og sjálfstæðs hugsunarháttar innan NATO komi þægilega á óvart á þessum síð- ustu og verstu tímum. Eins og einn fyrirlesari okkar orðaði það: „Á tímum mikilla breyt- inga er ekkert hættulegra en ósveigjanleiki. Annaðhvort svignar þú eða brotnar.“ H Ö F U Ð S T Ö Ð V A R N A T O Í B R U S S E L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.