Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 94

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 ÚR EINU Í ANNAÐ Leynd hvílir yfir starfsemi Frímúrarareglunnar. Sigurður Kr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sturlaugs & Co, er félagi í regl- unni; hann samþykkti að fara í viðtal að beiðni Sigurðar Arnar Einarssonar, stórmeistara regl- unnar. „Ég gekk í regluna árið 1979 vegna þess að margir af þeim bestu mönnum sem ég þekkti voru í henni. Ástæðan var líka félagsleg þörf. Það skiptir máli hvernig maður ver tíma sínum og ég vildi gera eitthvað upp- byggilegt í frítíma mínum.“ Fundir eru haldnir nánast alla virka daga yfir vetrartímann og segist Sigurður mæta um einu sinni í viku. Í reglunni hefur hann eignast marga af sínum bestu vinum. Þegar hann er spurður um leyndina sem hvílir yfir starf- semi reglunnar segir hann: „Reglan er ekki leynifélag. Það vita allir að reglan er til og hvar hún er til húsa og grund- vallarlög hennar er að finna á Landsbókasafninu. Mestu máli skiptir að menn fái næði og þetta gerir félagsskapinn áhugaverðari. Það skiptir miklu máli á tíma hraða og spennu að eiga stund með sjálfum sér og velta grundvallaratriðunum fyrir sér; endurnæra sjálfan sig.“ Sigurður bendir á að hjá Frímúrarareglunni sé unnið að mannrækt á kristilegum grund- velli. „Reglan gerir góða menn að enn betri mönnum.“ Frímúrarareglan: FÉLAGSLEG ÞÖRF OG FORVITNI Sigurður Kr. Sigurðsson. „Það skiptir máli hvernig maður ver tíma sínum og ég vildi gera eitthvað uppbyggilegt í frítíma mínum.“ Trausti Harðarson, forstöðumaður markaðs- og sölusviðs Securitas, fór fyrir tveimur árum á námskeið hjá Ingólfi Guðbrandssyni. Námskeiðið kallaðist „Hvernig á að ferðast um heiminn?“ „Námskeiðið var glimrandi,“ segir Trausti sem síðan hefur lagt áherslu á að fara til framandi staða og er ekki hættur. „Ég fór ásamt fleirum til Kúbu í fyrra; við vorum til að mynda í fjóra daga í Havana og í fjóra daga á sól- arströndinni Varadero. Við skoðuðum meðal annars herminjasafn Castros, fornar byggingar og gamla þinghúsið sem notað var fyrir byltinguna. Kúba er einstaklega falleg og það var gaman að vera þar. Ég varð hins vegar þreyttur á því þegar tónlistarmenn voru að sníkja peninga með því að spila við borðið hvort sem maður var að borða morgunmatinn, hádegismat- inn, drekka kaffi eða borða kvöldmat- inn. Þótt landið sé fallegt þá fann ég fyrir beiskju hjá íbúunum á ástandinu.“ Trausti hélt síðan til Spánar í sumar og fór þá til Marokkó. „Ég bjóst við meiri fátækt og að allt væri í verra ásigkomulagi. Marokkó er þokkalegt í samanburði við Kúbu.“ Trausti stefnir á að fara á fleiri framandi staði á komandi árum. Hann langar að fara til Suður-Afríku, Brasilíu, Malasíu, Kína og honum finnst hann verða að fara til Rússlands. „Það sem mér finnst mest spenn- andi við þetta er að auka víðsýnið. Ég legg áherslu á að upplifa og skoða sem flest á þessum stöðum og borða framandi mat.“ Ferðalög: FRAMANDI LÖND HEILLA „Það sem mér finnst mest spennandi við þetta er að auka víðsýnið,“ segir Trausti Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.