Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 23

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 23
FORSÍÐUGREIN Öflugt rannsókna- og þróunarstarf „Fyrirtækið leggur mikla áherslu á rannsóknar- og þróunarstarf. Undanfarin ár höfum við varið miklum fjármunum til þessarar vinnu og öðlast verðmæta þekkingu á lífríki Bláa Lónsins. Rann- sóknir okkar hafa leitt í ljós að í lóninu eru yfir 200 tegundir örvera og langflestar hafa áður verið óþekktar. Á þessu ári höfum við t.d. unnið mikilvægt rannsóknastarf í samvinnu við þýska vís- indamenn á sviði húðfræða um áhrif hráefna okkar á heilbrigða húð. Einn þekktasti vísindamaður heims á sviði öldrunar húð- arinnar, próf. Krutmann, sem veitir rannsóknastöð í Düsseldorf forstöðu, stjórnaði þessum rannsóknum, en rannsóknirnar voru styrktar af Tækniþróunarsjóði. Auk þess að vinna með okkur starfar hann með mörgum þekktustu húðvöruframleiðendum í heimi. Niðurstöður rannsóknanna komu bæði honum og okkur á óvart. Hann gaf sér því tíma til að koma hingað til lands og kynna niðurstöðurnar á fundi með innlendum og erlendum fjölmiðlum sem haldinn var nú í október,“ bætir Grímur við. Rannsóknirnar sýndu að kísillinn styrkir varnarkerfi húðarinnar og eykur hæfni hennar til að mæta óæskilegu áreiti og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Þráðþörungur örvar nýmyndun kollagens í húð og kúluþörungur dregur úr niðurbroti kollagens, en kollagen er eitt meginbyggingarefni húðarinnar. Þessi efni og lífverur eru einstök fyrir Bláa Lónið. Húðvörur með virkni „Ekki eru nema rúm 10 ár síðan fyrstu Blue Lagoon húðvörurnar voru settar á markað, en þær voru þróaðar til að mæta þörfum fólks sem stundaði psoriasismeðferð Bláa Lónsins. Stöðug vöruþróun hefur átt sér stað og fyrirtækið hefur lagt metnað í að vinna með færustu sér- fræðingum í þessu sviði. Í dag eru fáanlegar hátt í 30 vörutegundir og F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 23 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, við lækningalindina sem tekin var í notkun í júní 2005.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.