Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 28

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Kortavelta dregst saman. Þenslan er að minnka. 13. október Kortavelta dregst saman um 2,3% Kortavelta virðist vera að drag- ast saman. Hún skrapp saman um 2,3% að raunvirði á 3. ársfjórðungi miðað við sama fjórðung í fyrra. Þetta er enn ein vísbendingin um að það sé að hægja á einkaneyslunni og þenslunni í þjóðfélaginu. 16. október Nýr risi í mjólkinni Fréttin um aukna samþjöppun í sölu mjólkur féll ekki í góðan jarðveg. Það varð nánast allt vitlaust – og allir spurðu sig að því hvernig það mætti vera að félög, sem ráða þorra mark- aðarins í mjólkinni, fengju að sameinast án þess að það kæmi til skoðunar hjá sam- keppnisyfirvöldum. Fréttin var auðvitað um að MS, KS og Norðurmjólk ætl- uðu að vinna nánar saman og stofna eitt félag utan um reksturinn. Þessi félög eru jafn- framt helstu eigendur Osta- og smjörsölunnar. Mjólkuriðnaður á Íslandi er undanþeginn sam- keppnislögum. Ekki bætti það úr skák að fréttin kom nokkrum dögum eftir að Samkeppniseftirlitið hafði beint því til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra að hann afnæmi sam- keppnishömlur í mjólkuriðn- aðinum, m.a. heimild mjólk- urstöðva til að sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Í umræðunni sem fylgdi í kjölfar fréttarinnar töldu flestir að verið væri að stofna mjólkur- risann til að mæta samkeppni erlendis frá – sem ekki verði komist hjá á næstu árum. 16. október FL Group ætlar ekki að selja Sterling FL Group ætlar ekki að selja danska lággjaldaflugfélagið Sterling á næstunni, að því er fram kom á fréttavef danska viðskiptablaðsins Børsen. Þar var haft eftir Kristjáni Kristjánssyni, yfirmanni fjár- festatengsla FL Group, að ánægja ríkti með Sterling og stefnt væri að því að auka við í rekstri þess. Pálmi Haraldsson – maðurinn á bak við Sterling. 18. október Fækkun auglýsinga hjá Nyhedsavisen Auðvitað þurfti engum að koma á óvart að auglýsingum í Nyhedsavisen hefði fækkað frá því það kom fyrst út í byrjun október. Flestir vilja vera í fyrstu blöðunum. Hins vegar áætla danskir sérfræðingar að D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS. Danskir sérfræðingar segja Nyhedsavisen rekið með 5,7 milljóna ísl. króna tapi á dag. 16. október UM 26 MILLJARÐA HAGNAÐUR AF SÖLU ICELANDAIR Áætlað er að FL Group hafi hagnast um 26 milljarða króna af sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group miðað við bókfært virði félagsins í lok júní í sumar. Þrír hópar fjárfesta keyptu meirihluta hlutafjár í félaginu, eða 50,5%. Langflug (32%), Naust (11,1%) og Blue-Sky Transport Holding (7,4%). Þá hefur Glitnir ráðstafað 16% hlut til fjár- festa, starfsfólks og stjórnenda Icelandair Group, en þar af munu lykilstjórnendur Icelandair Group kaupa allt að 4% hlut. Stefnt er að því að afgangurinn af hlutafénu, eða 33%, verði seldur í almennu hlutafjárútboði í tengslum við skráningu Icelandair Group. Hannes Smárason. 26 milljarða söluhagnaður af Icelandair.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.