Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Talsmaður Mills sagði þetta ekki klámmyndir heldur kennsluefni – sannarlega ein aðferð til að meta svona efni! Fjölmiðlaumfjöllunin er athugunarefni út af fyrir sig. Það eru engar ýkjur að McCart- ney er átrúnaðargoð hér í Englandi – og það er ögn eins og svona goð megi ekki lúta svo lágt að eiga sér konu. Bítlafélaginn John Lennon var á sama stalli og það var ekkert smávegis sem fjöl- miðlar hér hötuðust út í Yoko Ono. Henni var kennt um skilnað Bítlanna og alla aðra slæmsku þeirra. Linda McCartney var sannar- lega ekki elskuð af fjölmiðlum hér – Mills enn síður. Sumir hafa líka rakið þessa afstöðu til dulbúins kvenhaturs sem sé viðvarandi í breskum fjölmiðlum. Þegar Mills komst í sviðsljós McCartneys var fullt af fólki sem þekkti forsögu hennar og bar í fjölmiðla bæði sögur og myndefni. Ekkert af þessu var birt þá því að fjölmiðlarnir sem þrífast annars á svona efni komust að þeirri niðurstöðu að það yrði ekki vinsælt hjá lesendum að þjóðargoðið McCartney yrði dregið í svaðið með þessum hætti. Sumsé var þagað... þar til Mills var orðin ein og óvarin – þá var gamla efnið dregið upp úr frystinum, hitað upp og borið á borð. Spurningin er hverjum þetta gagnaðist – Mills-vængurinn áleit að McCartney hefði komið efninu áleiðis til að sýna slæmar hliðar hennar svo hún hefði minna upp úr skiln- aðarkrafsinu. Eftir hverju dæma dómstólarnir? Ábyrgir menn bentu hins vegar á að dómstólar tækju ekki hið minnsta tillit til frétta – aðeins fjárhagsstaða McCartneys við upphaf hjónabandsins og í lok þess skipti máli, auk lengdar hjónabandsins og hagsmuna tveggja ára dóttur hjónanna. Málaferlin í skilnaðarmálinu hefjast væntanlega í vetur. Nýlegur liður í óvægnum átökum hjónanna er að allt í einu spratt úr faxtæki Associated Press fréttastofunnar málsskjal Mills þar sem margvísleg and- styggileg hegðun McCartneys er tíunduð – hann hafi meðal annars átt að hafa lagt á hana hendur og neytt ólöglegra lyfja. AP vildi ekki birta þetta – en þá var efn- inu komið í síðdegisblað sem var ekkert að tvínóna við birtingu og þetta efni nærði forsíður í nokkra daga. Það er erfitt að sjá að svona nokkuð leki nema með vilja Mills sem neitaði auðvitað að hafa átt nokkurn hlut að máli. Áður hafði hún sagt að Sir Paul hefði orðið leiðinlegur og sjálfselskur eftir að þau giftust. Það sem enn mun gera fréttaflutning af væntanlegum málaferlum sérstakan er að venjulega eru skilnaðarmál rekin fyrir luktum dyrum. Í tilfelli þeirra hjóna er málabúnaður annar svo að það stefnir í að málaferlin verði fyrir opnum tjöldum. Fréttaflutningurinn kann þó að verða snú- inn. Árið 1926 voru sett lög um fréttaflutn- ing af einkamálum eins og skilnaðarmálum. Ástæðan var að þá höfðu fjölmiðlar um hríð flutt berorðar fréttir af alls kyns hneykslis- málum – lögin áttu að vernda almenning fyrir að þurfa að heyra svo ósiðlega hluti! Þó fæstir virðist núorðið kjósa slíka vernd eru lögin enn í gildi. Lögfræðingar fjölmiðlanna munu því þurfa að leggjast í lagakrókana þegar þar að kemur. Ef marka má fjölmiðla bauð Sir Paul lafðinni 30 milljónir punda í reiðufé (3,9 milljarða króna) – en hún hafnaði því boði. Í einni blaðagrein var reiknað út að samkvæmt auðmannalista Sunday Times hefðu eignir McCartneys aukist um 25 milljónir punda frá 2005 til 2006, eða úr 800 í 825 milljónir. Þessar 30 milljónir punda, sem Paul bauð Mills, næmu því aðeins eignaaukningu hans á einu ári. Fjölmiðlar giska á að Heather Mills verði dæmdar 200 milljónir punda (26 milljarðar króna). Gangi það eftir munu fleiri en hún brosa út í annað; nefnilega skatturinn. Þurfi McCartney að selja eigur sem þessu nemur, mun skatturinn hagnast um rúmar 32 milljónir punda – eða svipað því sem Sir Paul bauð Mills. Sir Paul bauð Heather 30 milljónir punda (3,9 milljarða króna) en fjölmiðlar giska á að henni verði dæmdar 200 milljónir punda (26 milljarðar króna). Í haust var sett nýtt met þegar eiginkonu voru dæmdar 48 milljónir punda (6,2 milljarðar króna) í sinn hlut eftir 29 ára hjónaband – börnin tvö voru flutt að heiman. L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R ... UPPLÝST FÓLK ÞÚ ÁTT STEFNUMÓT VIÐ ... FRÉTTIR KL. 19.00 Fréttir Sjónvarpsins eru með vinsælasta sjónvarpsefni á Íslandi. Þau Páll Magnússon, Bogi Ágústsson, Elín Hirst, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Margrét Marteinsdóttir fara fyrir hópi fréttamanna fréttastofunnar, auk fréttamanna og fréttaritara á landsbyggðinni og í útlöndum, og færa þér nýjustu fréttir af fólki og atburðum. KASTLJÓS KL.19.35 Þitt fólk í Kastljósinu, þau Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Helgi Seljan, Sigmar Guðmundsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Þóra Tómasdóttir, Þórhallur Gunnarsson og Eva María Jónsdóttir fjalla um menningu, listir, íþróttir, stjórnmál og önnur mál dagsins í nýju og fersku ljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.