Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Sænsk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað í júní árið 1997. Um 40 fyrirtæki og einstaklingar úr ýmsum greinum atvinnulífsins voru stofnfélagar og á árunum níu hefur félögum fjölgað jafnt og þétt. Í dag eru félagsmenn um 65. Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri VBS fjár- festingabanka hf., er formaður ráðsins. „Ég hóf að starfa fyrir ráðið þegar það var stofnað. Meg- inástæðan var og er samband VBS við Carne- gie-fjárfestingabankann, en VBS er umboðsaðili þess ágæta fyrirtækis á Íslandi.“ Jafet hafði verið varaformaður um nokkurn tíma en settist í for- mannssætið þegar þáverandi formaður fluttist til útlanda fyrir tveimur árum. „Þetta er ekki mikið starf,“ segir hann. Markmið ráðsins er að stuðla að persónulegum samskiptum íslenskra og sænskra athafnamanna, leiða saman fyrirtæki í svipuðum atvinnurekstri, veita upplýsingar um fyrirtæki og vörur í löndunum tveimur, kynna ræðumenn sem eru leiðandi á sínu sviði í atvinnu- lífi hvors lands og stuðla að viðskiptatengslum með viðskiptasendi- nefndum, málþingum og sýningum. „Sendiherra okkar í Stokkhólmi er boðinn og búinn til að aðstoða við að greiða fyrir viðskiptum og það sama má segja um hinn dugmikla sænska sendiherra sem nú er hér á landi.“ Jafet nefnir að helstu verkefni ráðsins séu að standa fyrir tveimur fyrirlestrum á ári sem tengjast viðskiptum við Svíþjóð. „Einnig hefur ráðið komið að opnun Carnegie-listsýningarinnar og aðstoðað sænska sendiráðið við viðburði sem sendiráðið stendur fyrir, svo sem „sænska daga“ á Húsavík í ágúst.“ Jafet segir að ráðið eigi aðallega samstarf við sænska viðskiptaráðið, sendiráðin og síðan einstök fyrirtæki þar sem félagsmenn hafa góð sambönd. Ráðið er félagi í Samtökum sænskra viðskiptaráða erlendis. „Forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Svíþjóðar árið 2000 og var þá haldinn fjárfestingaráðstefna í tengslum við þá heimsókn; sama var gert þegar Karl Svíakonungur kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2004.“ Fjárfestingar vekja athygli Þegar formaðurinn er spurður út í inn- og útflutning til Svíþjóðar segir hann að mjög halli á Ísland. „Í fyrra fluttum við inn vörur frá Svíþjóð fyrir 25 milljarða króna en verðmæti útflutnings okkar þangað nam einungis um 2,5 milljörðum króna.“ Jafet segir að mest sé flutt inn af alls konar fjárfestingavörum, til dæmis í virkjanir. Þá nefnir hann vélar, tæki og matvæli – að ógleymdum vörum sem fást í IKEA. „Við flytjum aðallega út sjávarafurðir til Svíþjóðar en sá útflutn- ingur hefur dregist saman síðustu ár. Það er af sem áður var þegar mikið var flutt út af síld til Svíþjóðar.“ Jafet segir að lítið hafi verið um beinar fjárfestingar Svía hér á landi. Fjárfestingasjóður í eigu Wallenbergs o.fl. fjárfesti þó hér meðal annars í laxeldi í Hraunsfirði á Snæfellsnesi. „Sú fjárfesting fór ekki vel en Svíarnir voru ekkert að harma það. Ég hlustaði á Kurt Nikolin, einn mesta áhrifamann í sænsku viðskiptalífi, lýsa reynslu sinni af viðskiptum við Íslendinga og hann hrósaði okkur. Íslendingar hafa vakið töluverða athygli fyrir fjárfestingar í Svíþjóð og er Kaupþing orðið einn af stærri aðilum þar í verðbréfaviðskiptum. Það gekk þó ekki þrautalaust þegar Kaupþing keypti JP Nordiska; Svíar tóku þeim beinlínis ekki fagnandi. Kaupþing er eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Nýlega var undirritaður samningur um samruna íslensku kaup- hallarinnar og þeirrar sænsku og eru þá allar norrænu kauphallirnar, nema sú norska, komnar í eitt fyrirtæki.“ Jafet bendir á að Hagar – eða Baugur – reka stórverslun bæði í Gautaborg og Stokkhólmi og hyggja á frekari landvinninga þar. SÆNSK- ÍSLENSKA VERSLUNARRÁÐIÐ Hallar mikið á Ísland „Í fyrra fluttum við inn vörur frá Svíþjóð fyrir 25 milljarða króna en útflutningur okkar var einungis fyrir um 2,5 milljarða króna,“ segir Jafet S. Ólafsson. „Nýlega var undir- ritaður samningur um samruna íslensku kauphallarinnar við þá sænsku.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.