Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 37 Í slenskur fasteignamarkaður er á miklu og jákvæðu breytingaskeiði þar sem mörg tækifæri bjóðast,“ segja tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir. Á síðustu misserum hafa þeir bræður gerst áhrifamiklir fjárfestar og framkvæmdamenn í fasteignaviðskiptum, meðal annars með aðild að Hanza-hópnum svonefnda. Verkefni hópsins eru fjöl- mörg en hæst ber mikla uppbyggingu á Arnarneshæð í Garðabæ. Á eigin vegum standa bræðurnir síðan að byggingu tveggja 20 íbúða fjölbýlishúsa á Akranesi, sínum gamla heimabæ. Ákveðnir að fara í viðskipti Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir snéru heim til Íslands eftir sigursælan knattspyrnuferil erlendis árið 2003. Þeir bjuggu og störfuðu erlendis í um áratug og á þeim árum sem liðin eru frá heimkomu hafa þeir haslað sér völl í viðskiptalífinu og koma víða við. Eru sem fyrr segir áhrifamiklir á fasteignamarkaðnum og á næstu vikum opna þeir veitinga- og skemmtistaðinn Domo við Þingholts- stræti, þar sem Ísafoldarprentsmiðja var lengi til húsa, og verður þar lögð áhersla á matseld í amerískum fusion-stíl. „Það reynist mönnum oft erfitt að finna sér ný viðfangsefni eftir að hafa verið lengi atvinnumenn í knattspyrnu. Margir gerast þjálfarar eða tengjast knattspyrnunni á annan hátt, beint eða óbeint. Við bræðurnir vorum hins vegar ákveðnir að fara út í viðskipti og nota peningana sem við lögðum fyrir á knattspyrnuferlinum til að komast á skrið,“ segir Bjarki. Mikil viðurkenning Tískuvöruverslun varð fyrsta viðfangsefni bræðranna, en viðskiptafélagi þeirra þar var Sölvi Snær Magn- ússon sem átti að baki langa reynslu sem starfsmaður NTC. Síðsumars 2002 opnaði þríeykið verslunina undir merkjum Retro í Kringlunni en síðar bættust við búðir með sama nafni á Laugavegi og í Smára- lind. BRÆÐUR BYGGJA HÚS TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSONMYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. A T H A F N A M E N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.