Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 26

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 26
KYNNING26 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 RTS verkfræðistofa fæst við ráðgjöf og hönnun á almennum raflögnum í hús, stýrikerfum fyrir iðnaðinn og lýsingar- hönnun. Eftirlit með framkvæmdum hefur farið vaxandi og hefur RTS tekið að sér eftirlit með byggingu margra stærri mannvirkja á Íslandi. Í fyrstu einskorðaðist starfsemin við Ísland en erlend verkefni hófust mjög snemma og RTS hefur verið með verkefni í flestum heimsálfum. Á undanförnum árum hefur RTS sérhæft sig í áliðnaði, þá sérstaklega við hönnun og smíði stjórnbúnaðar fyrir hreinsivirki í kerskálum álvera. Stofan er leiðandi á sínu sviði og hefur faggilda gæðavottun samkvæmt ISO 9001:2000 staðlinum og var fyrsta íslenska verk- fræðistofan á rafmagnssviði til að fá slíka vottun. Úttektaraðili var BSI Management Systems og gæðakerfi RTS tekur til allra þátta í starfsemi verkfræðistofunnar. Sérhæfing Starfsemi RTS verkfræðistofu skiptist í þrjú svið, Byggingasvið, Framkvæmdasvið og Iðnaðarsvið. Framkvæmdastjóri RTS, Brynjar Bragason, segir Iðnaðarsvið vera það stærsta á landinu á rafmagnssviði: „Við urðum strax mjög öflugir á þessu sviði og höfum verið að þjóna m.a. fiskiðnaðinum, mjólkurbúum, vatnsveitum, hitaveitum og skolpveitum. Síðustu tíu árin höfum við í auknum mæli verið að þjóna áliðnaðinum. Við byrjuðum á sínum tíma með verkefni í álverinu í Straumsvík og höfum verið með verkefni fyrir Norðurál frá upphafi. Þessi verkefni hafa nýst okkur sem grunnur til að mynda sambönd við erlend fyrirtæki sem við erum að vinna með vítt og breitt um allan heim. Erlendu verkefnin spanna síðastliðin fimm ár í Kína, Bahrain, Egyptalandi, Ástralíu og núna erum við með stór verkefni í Argen- tínu og Dubai.“ Hönnunarteymi RTS sem hefur mikla reynslu í hönnun tekst á við hin fjölbreyttustu verkefni: „Við erum með stór og smá verk- efni í gangi í hönnun og get ég nefnt Háskólatorgið sem dæmi um eitt af mörgum verkefnum sem eru í vinnslu. Nýlokið er hönnun á Smáraturninum í Kópavogi, 20 hæða skrifstofuhúsi sem unnið var með Arkís, Heilsumiðstöð fyrir World Class á Seltjarnarnesi, fjöl- býlishús við Mánatún og í Skuggahverfi og skrifstofur Og Vodafone að Skútuvogi 2. Einnig er nýlokið við byggingar að Hlíðarsmára 1-3 fyrir Avion Group og Atorku svo að eitthvað sé nefnt.“ Verkeftirlit og verkefnastjórnun RTS tekur til verkefna af öllum stærðum og gerðum á rafmagnssviði. Brynjar segir að þar geti verið um að ræða stýringu verkefna frá hugmynd til loka framkvæmda þar sem haldið er utan um hönnun, útboð og kostnaðarmál. Dæmi um eftirlitsverkefni eru: Íslensk erfðagreining, Orkuveituhúsið, Kenn- LEIÐANDI VERKFRÆÐISTOFA Á RAFMAGNSSVIÐI RTS VERKFRÆÐISTOFA Frá verkfundi; Sigurjón, Jarþrúður, Brynjólfur og Kjartan. Frá hönnunarfundi; Gunnar, Svanbjörn, Bjarki, Brynjar og Kristín.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.