Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 127
UMSAGNIR UM BÆKUR 221 innar. í fjórða bindi verksins er því lýst, hvemig hann vex upp úr umhverfi sínu. Skyldur og hugðarefni togast á um sálu hans. Honum verður æ star- sýnna á ranghverfu þýzkrar menningar: Þröngsýni og sérþótti, hroki og und- irlægjuháttur, kaldrifjað og hugsjónasnautt raunsæi annarsvegar, en ógagnrýn draumhygli og freyðandi tilfinningaefja hinsvegar, — allt fær þetta svo á hann, að hann stenzt ekki lengur mátið. Hann skorar samtíð sína á hólm og berst vasklega um stund, en ekki að sama skapi viturlega. Auðvitað lýkur þeirri viðureign eins og efni standa til. Hann fellur í ónáð hjá hertoganum og hlýtur fyrirlitningu allra góðra borgara. Honum veitist jafnvel erfitt að sjá sjálfum sér og móður sinni farborða. Hann þráir að komast brott, því að hon- um er Ijóst, að hann muni aldrei ná fullum þroska, ef hann sleppur ekki úr prísundinni. Þegar á reynir, lxefur hann ekki hrjóst í sér til að yfirgefa móð- ur sína. En skyndilcga skerst svo í odda með söguhetjunni og hinurn prúss- neska anda, að henni er ekki lengur viðvært á æskustöðvunum: Jóhann Kristó- fer lendir nefnilega í illdeilum við hermenn keisarans og verður að flýja úr landi samdægurs til að forða lífi sínu. Hann flýr til Frakklands og sezt að í París. Þar hefst sá hluti verksins, sem minnst á skylt við venjulegar skáld- sögur, en miðlar lesendum engu að síður dýrmætri þekkingu og menntun. Hillingaljóminn, sem umleikið hefur franska menningu í vitund Jóhanns Kristófers, dofnar fljótlega í hlífðarlausri birtu veruleikans og við honum blasir allt annar heimur en sá, sem hann hafði vænzt að finna. Aftur upp- hefur gagnrýnandinn raust sína og þyrmir fáu, en langa stund verður athurða- rás ærið lygn og söguþráður mun slitróttari en áður. Hætt er við, að sumum finnist helzt til mikill ritgerðarbragur á þessum kafla og lesi hann því hrað- ara og verr en skyldi. Slíkt væri óneitanlega mesta glapræði, því að hann er bezti lykillinn til skilnings á verkinu öllu. Þar birtist sú samtíð, sem Rolland vildi gefa nýtt viðhorf til lífs og listar. Ymislegt í gagnrýni hans virðist mér eiga brýnna erindi til nútímamanna en fjölmargar auðlesnar skáldsögur, sem nú eru í tízku; mér fannst til dæmis íhugunarvert, þegar ég las miðkafla verksins enn að nýju fyrir fáum vikum, að hliðstæðar veilur í menningarlífi okkar Islendinga skyldu einlægt koma í huga mér, meðan á lestrinum stóð. Hinu má þó sízt gleyma, að þrátt fyrir allt nýtur Jóhann Kristófer sín bezt í hinum franska heimi og þar gefst honum fyrst svigrúm til að þroska hæfileika sína. Að vísu heimsækir hann bernskustöðvar sínar aftur, en festir þar ekki yndi framar, þolir ekki þýzkt andrúmsloft. Leið hans liggur einnig til Sviss og Italíu, en helztu manndómsárum ævi sinnar eyðir hann í París, og þar endar hann loks hið langa og torsótta skeið. Einn var hann ekki á göngunni, heldur í fylgd heillar kynslóðar. Kringum hann ólgaði og byltist þjóðlíf tveggja stór- velda og raunar menning gervallrar Vestur-Evrópu, þar sem ógleymanlegum myndum brá fyrir í sífellu, fögrum og unaðslegum, dimmum og harmþrungn- um. Sumt samferðafólk hans tekur sér bólfestu við hlið honum innst í barmi lesanda, til dæmis foreldrar hans, föðurafi og móðurbróðir, Minna, Sabína, Rósa, Schulz gamli, Olíver, Emmanúel, Grazia. Ef til vill verður þó þátturinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.