Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 101
UMSAGNIR UM BÆKUR 91 upprisusögunni og endurlausnarkenn- ingunni." Þetta eru óbreytt orð Árna prófasts. En hann trúir nú á fleira en þetta, gamli maðurinn. Hann trúir á ei- lífðarverur, sem fara fylkingum um okk- ar vansælu jörð. Hann trúir á huldufólk, sem á það til að hnupla tugum hestburða af eldiviði á einni sumamóttu. Hann trú- ir á afturgöngur, sem vinna almættis- verk, og aðrar forynjur, sem brjóta niður hús manna um nætur. Hann trúir á gull- plötu sem læknisdóm gegn flestum mannlegum meinum. Hann trúir á meyj- arpissu sem meðal við tannpínu, og glóðvolga kúadellu, sem læknar liðagigt eins og skot. Og skyldi enginn halda, að með þessari upptalningu væri trúarker- ald Árna prófasts ausið í botn. Nú verður manni að spyrja: Hvemig má það vera, að hinn margendurfæddi spámaður og hlífðarlausi róthöggur, Þór- bergur Þórðarson, hefur látið heillast af þessari persónu, tekið hann upp á arma sína og eytt mörgum árum æfi sinnar í að setja saman æfisögu. svona poka- prests? Hann hefur þó ekki hingað til kallað allt ömmu sína. Allir hlutir eiga sér skýringu, hversu furðulegir sem þeir kunna að líta út í íljótu bragði. Við nýlegan yfirlestur Bréfs til Láru nam ég staðar við eina ádrepu, er liljómar eins og spásögn um ritferil Þórbergs Þórðarsonar og gæti með fullum rétti staðið sem einkunnar- orð að sögu Árna prófasts. Ádrepa sú er á þessa leið: „Oss vantar ekki menn, sem hugsa og breyta eins og allir aðrir. Oss vantar ekki heldur reynslu, sem er nákvæmlega eins og reynsla allra annarra. Borgaralegar hversdagssálir em hér nógar. En oss vantar menn, sem em eitthvað öðmvísi en allir aðrir, menn með skýrt markað einstaklingseðli,menn, sem hafa siðferð- isþrek til að lifa frjálsir og óháðir sam- ábyrgð almennrar heimsku. Og oss vantar reynslu,sem er eitthvað frábrugð- in reynslu allra annarra. Oss vantar til- breytingu í hið sviplausa þjóðlíf vort og bókmenntir. Oss vantar frumleik, hug- rekki og hreinskilni. En sérstaklega vantar oss fmmlega hreinskilni.“ í þessum spámannlegu setningum liggur án efa fólginn lykill þeirrar gátu, hvers vegna rétttrúnaðarklerkurinn Ámi Þórarinsson og rabúlistinn Þórbergur Þórðarson fundu hvor annan í merkilegu samstarfi. Það kemur sem sé upp úr kaf- inu, að séra Árni var engin borgaraleg hversdagssál eða venjulegur pokaprest- ur. Einmitt í honum fann Þórbergur það, sem hann v^ar að leita að — mann „með skýrt markað einstaklingseðli" og reynslu, sem var frábrugðin reynslu hversdagssálnanna. Ifjá séra Árna fann hann hina frumlegu hreinskilni, sem hann hrópar á í Bréfi til Láru. Og eftir að samstarfi þeirra var lokið að mestu og elliglöp tóku að sækja á séra Árna, farast Þórbergi þannig orð: „Og þegar hann er dáinn, þá kann enginn lengur að segja frá á Islandi. Þá er enginn skemmtilegur maður lengur á íslandi. Þá er enginn fmmlegur maður lengur til á íslandi ... Hvemig fer maður hér eftir að lifa í landi, þar sem allir hugsa eins og lélegt dagblað og engum dettur í hug, að draugur geti gert almættis- verk?“ Jafnvel þó gert sé ráð fyrir, að hér sé fulldjúpt tekið í árinni, eins og skáldum er títt, þá haggar það sjálfsagt ekki þeirri staðreynd, að Árni Þórarinsson hefur verið sérkennilega gáfaður maður, frumlegur í hugsun og háttum og gædd- ur undraverðum frásagnarhæfileikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.