Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 108
98 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR I nr. 13 kemur svo þetta: Eg finn myrkrið hverfast Eins og málmkynjað hjól Um möndul ljóssins Þetta eru tilbrigði, sem benda til minni auðs og minni sköpunarmáttar heldur en maður á von á hjá Steini. Það má segja, að i bók þessari sé Steinn Steinarr kominn í nýtt landnám, þar sem eyktamörk hafa ekki enn verið tekin, þar sem slóðir hafa ekki enn verið gengnar í grasið, — ekki í hið íslenzka gras. En í þessu nýja landnámi hefur hann um of stundað ískaldan og lífvana listiðnað, sem að minni hyggju er, því miður, á margan hátt misheppnaður. Ó.H. Kristmann Guffmundsson: Þokan rauða. Helgafell 1950. Íslenzkir nútímahöfundar eru alltaf ■oðru hverju að leita fanga í fortíðinni ■og sækja þá gjarnan alla leið aftur í ár- daga Islands byggðar, á þau hin sömu mið og hinir nafnlausu Islendingar, er reistu hæst merki íslenzkrar ritmenning- ar á 13. öld. Flestir hafa valið þann kost að taka til meðferðar efni úr þeim fornu sögum, sem einu nafni hafa verið nefnd- ar íslendingasögur, og hafa þá gjaman reynt að varpa nýju ljósi á fornt sögu- efni og fornar persónur. Gunnar Gunn- arsson, Guðmundur Kamban, Friðrik Á. Brekkan og fleiri liafa glímt við þessa þraut og tekizt misjafnlega, þótt margt hafi þeir vel gert, enda verður saman- burðurinn við hinar fornu sögur alltaf vægðarlaus. Kristmann Guðmundsson hefur einn- ig áður sótt á þessi mið, en farið öðm- vísi að. Det hellige fjell (Helgafell), sem kom út á norsku 1932, er sagnfræði- leg skáldsaga að því leyti, að liún á að gerast á landnámsöld, en efniviður og sögufólk er ekki sótt í hinar fornu sög- ur, heldur er hvorttveggja skapað af höf- undi sjálfum. í Þokunni rauðu, sem hér verður gerð að umtalsefni, fer Krist- mann svipað að. Samkvæmt því sem segir í auglýsingum á þetta að verða sagan um höfund Völuspár, þann spak- vitra snilling, sem á sér hvorki sögu né nafn, en er oss þó ei með öllu ókunnur. Þetta er girnilegt viðfangsefni og máski hallkvæmur tími einmitt nú, þar sem nú- tíminn á sér ef til vill hliðstæður við sköpunartíma kvæðisins. Þegar Völu- spá var ort, voru miklar hræringar í ná- grannalöndum íslendinga. Smáríki hinna fornu ættarhöfðingja voru að riðlast. Sameining Noregs, sem Haraldur hár- fagri hóf, var enn í deiglunni. Kristnin flæddi með miklum þunga yfir hin norðlægu lönd. Dómsdagur var í nánd. Eru ekki svipaðar hræringar í heimin- um nú, þótt í öðru formi séu? Þótt ég varpi fram þessari spumingu, er síður en svo, að Þokan rauða hafi gefið tilefni til hennar. Hún er ekki skrifuð með lifshræringar þjóðlífsins í baksýn, heldur takmörkuð við ein- staklinginn og tilfinningalíf hans eins og flestar sögur Kristmanns. Þokan rauða er að því leyti lík Gyðjunni og uxanum, að ísarr og Kalkas eru áþekkar persónur, en ísarr geldur þess enn frekar, hve hann er slitinn úr tengslum við hið raunverulega mannlíf. Þokan rauða er í mörgu ólík Helgafelli. Helga- fell er þrátt fyrir ýmis ólíkindi nær veru- leikanum, dramatískari, meiri baráttu- saga. Það er þó eingöngu barátta milli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.