Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 112
102 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og krítískt samansetta lteild, aS bókin geti borið heitið skáldsaga. Höfundurinn liefur valið sér það hlut- skipti, að vera áhorfandi og hlustandi. Þau fyrirbæri, sem sagan tekur til með- ferðar, eru ekki séð í neinu dýpra or- sakasamhengi, hvorki félagslegu né sál- fræðilegu. Allar forsendur eru látnar liggja milli hluta. Við fáum rétt að skyggnast inn á heimili Bambínós, for- eldrar hans eru annmarkalaust alþýðu- fólk. Sú mynd er ekki laus við tilfinn- ingasemi og skýrir harla lítið. Þá eru okkur enn ókunnari allar innri og ytri ástæður félaganna, sem leiða Bambínó afvega. Og síðast en ekki sízt, við fáum ekki nauðsynlega baksýn inn í samfélag hinna fullorðnu, sem ber ábyrgð á þess- um unglingum. Af þessum sökum hefur sagan ekki sérlega hvassan brodd sem þjóðfélagsádeila. Aftur á móti býður hún af sér mjög góðan þokka, er stafar af samúð höfundar og ljóðkenndri ang- urværð, sem yljar upp frásöguna um þessa villuráfandi sakleysingja. H. J. J. Thor Vilhjálmsson: Maðurinn er alltaf einn. Reykjavík 1950. Þetta er fyrsta bók ungs höfundar, skáldlegar myndir í óbundnu máli og Ijóðum, ný og ný tilbrigði hins sama tema sem gefið er með titli bókarinnar, MaSurinn er alltaj einn, þ. e. einn í þeim kvalastað sem einangrunin býr honum, samkvæmt innihaldi þeirra vísuorða EI- iots sem höfundur hefur valið sér að einkunnarorðum. Efnislega er bókin í einum lit, svört- um, unglingslegt bölsýni eins og það getur komizt á hæst stig, miklað fyrir sér í afluktri ímyndun, þar sem þjáning- arkenndin er einangruð og hvert atvik daganna látið vitna um hennar ómælan- legu víddir. Skáldið færist ekki ennþá mikið í fang, heldur tekur fyrir einangruð atvik er hann setur fram með einbeittum hætti, svo að þau komi sem nöktust í ljós, og á þennan hátt tekst honum að gefa þeim myndum sem hann dregur upp sterkt andrúmsloft sem vekur eins og til er ætlazt ugg og hroll. I heimspeki bókarinnar er ekki heil brú og ekkert auðveldara en tæta hana sundur, en hins vegar í þjóðfélagi hinn- ar vestrænu örvæntingar sannarlega grundvöllnr fyrir þá tilfinningu sem hún speglar um ógnir, dauða og einmana- leik,og má ef til vill komast svo að orði að hún standi í tákni atómsprengjunn- ar; að nokkru leyti höfundarsönn, að öðrum þræði tízkufyrirbæri bölsýni- stefnu sem ýmsir existentialistar bera nú lengst fram með trú á tilgangsleysi alls og á athvarfsleysi mannsins í þjóð- félaginu og tilverunni, og tómlegan ein- manaleik, svo langt sem lífsskoðun þessara spekinga hefur borið af leið frá því að Goethe á sínum tíma hóf boð- skapinn um alhliða þroska persónuleik- ans og djúpu rætur hans í sögu og sam- félagi. Maðurinn er alltaf einn hefur ýmis eftirtektarverð einkenni sem bera vitni ttm höfundarhæfileika; tilfinningin er heit, næm skynjun, eftirtektargáfa, stíll- inn einbeittur, með fastri áferð, en nokkrum yfirlætislegum vindingum að hætti sumra nýtízku höfunda erlendis. Bæði stíllinn og málbeiting er á til- raunastigi, og eru tilfinningaáhrifin látin ganga fyrir öllu, svo að víða er á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.