Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 112
102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og krítískt samansetta lteild, aS bókin
geti borið heitið skáldsaga.
Höfundurinn liefur valið sér það hlut-
skipti, að vera áhorfandi og hlustandi.
Þau fyrirbæri, sem sagan tekur til með-
ferðar, eru ekki séð í neinu dýpra or-
sakasamhengi, hvorki félagslegu né sál-
fræðilegu. Allar forsendur eru látnar
liggja milli hluta. Við fáum rétt að
skyggnast inn á heimili Bambínós, for-
eldrar hans eru annmarkalaust alþýðu-
fólk. Sú mynd er ekki laus við tilfinn-
ingasemi og skýrir harla lítið. Þá eru
okkur enn ókunnari allar innri og ytri
ástæður félaganna, sem leiða Bambínó
afvega. Og síðast en ekki sízt, við fáum
ekki nauðsynlega baksýn inn í samfélag
hinna fullorðnu, sem ber ábyrgð á þess-
um unglingum. Af þessum sökum hefur
sagan ekki sérlega hvassan brodd sem
þjóðfélagsádeila. Aftur á móti býður
hún af sér mjög góðan þokka, er stafar
af samúð höfundar og ljóðkenndri ang-
urværð, sem yljar upp frásöguna um
þessa villuráfandi sakleysingja.
H. J. J.
Thor Vilhjálmsson:
Maðurinn er alltaf einn.
Reykjavík 1950.
Þetta er fyrsta bók ungs höfundar,
skáldlegar myndir í óbundnu máli og
Ijóðum, ný og ný tilbrigði hins sama
tema sem gefið er með titli bókarinnar,
MaSurinn er alltaj einn, þ. e. einn í þeim
kvalastað sem einangrunin býr honum,
samkvæmt innihaldi þeirra vísuorða EI-
iots sem höfundur hefur valið sér að
einkunnarorðum.
Efnislega er bókin í einum lit, svört-
um, unglingslegt bölsýni eins og það
getur komizt á hæst stig, miklað fyrir
sér í afluktri ímyndun, þar sem þjáning-
arkenndin er einangruð og hvert atvik
daganna látið vitna um hennar ómælan-
legu víddir.
Skáldið færist ekki ennþá mikið í
fang, heldur tekur fyrir einangruð atvik
er hann setur fram með einbeittum
hætti, svo að þau komi sem nöktust í
ljós, og á þennan hátt tekst honum að
gefa þeim myndum sem hann dregur
upp sterkt andrúmsloft sem vekur eins
og til er ætlazt ugg og hroll.
I heimspeki bókarinnar er ekki heil
brú og ekkert auðveldara en tæta hana
sundur, en hins vegar í þjóðfélagi hinn-
ar vestrænu örvæntingar sannarlega
grundvöllnr fyrir þá tilfinningu sem hún
speglar um ógnir, dauða og einmana-
leik,og má ef til vill komast svo að orði
að hún standi í tákni atómsprengjunn-
ar; að nokkru leyti höfundarsönn, að
öðrum þræði tízkufyrirbæri bölsýni-
stefnu sem ýmsir existentialistar bera
nú lengst fram með trú á tilgangsleysi
alls og á athvarfsleysi mannsins í þjóð-
félaginu og tilverunni, og tómlegan ein-
manaleik, svo langt sem lífsskoðun
þessara spekinga hefur borið af leið
frá því að Goethe á sínum tíma hóf boð-
skapinn um alhliða þroska persónuleik-
ans og djúpu rætur hans í sögu og sam-
félagi.
Maðurinn er alltaf einn hefur ýmis
eftirtektarverð einkenni sem bera vitni
ttm höfundarhæfileika; tilfinningin er
heit, næm skynjun, eftirtektargáfa, stíll-
inn einbeittur, með fastri áferð, en
nokkrum yfirlætislegum vindingum að
hætti sumra nýtízku höfunda erlendis.
Bæði stíllinn og málbeiting er á til-
raunastigi, og eru tilfinningaáhrifin
látin ganga fyrir öllu, svo að víða er á