Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vald þeirra þvarr og meðlimum fækkaði. Milljónir verkamanna í Suðurríkjunum standa enn utan við samböndin og munu standa utan við þau áfrain, því að samböndin hafa ekki lengur félagslegt bolmagn til þess að brjóta á bak aftur andstöðu iðju- höldanna í Suðurríkjunum, sem hafa ráð sýslumanna, dómara, lögreglu, stjórnmálamanna og umboðsmanna sambandsstjórnarinnar í hendi sér. Milljónir atvinnuleysingja hafa verið hraktar úr samböndunum, af því að stjórnir þeirra óttast, að þeir kunni að grípa til einhverra aðgerða, sem spillt gætu samvinnunni milli sam- bandsins og atvinnurekenda. Þannig fjölgar með degi hverjum þeim mönnum, sem talizt geta verkamenn, en standa utan við verkalýðssamtök- in. Sjálfvirknin og vandamálin, sem hún skapar Síðan 1955, þegar sjálfvirknin kom til sögunnar, hefur eftirvinnan verið skaðvaldur í lífi verkamanna. Æ of- an í æ hafa verkamenn þurft að taka ákvörðun um, hvort þeir ættu að vinna eftirvinnu eða ekki, og venju- lega hefur ákvörðunin verið þessi: „Skrattinn hirði þá atvinnulausu. ViS grípum dollarann meðan hann gefst.“ Furðulegast af öllu er, að þetta er ekki aS kenna vanþroska þessara verkamanna. ÞaS er ekki ein- ungis að þeir séu færir í sínu starfi og geti hugsað sjálfstætt, heldur skynja þeir breyttar aðstæður löngu á undan þeim, sem ætlazt er til að beri ábyrgð á velferð þeirra. En þess- um hæfileikum þeirra fylgir einn al- varlegur veikleiki. ÞaS kemur fyrir aftur og aftur í ýmsum verksmiðjum og iðngreinum, að þegar verkamenn standa andspænis miklu vandamáli, kemur upp óeining á meðal þeirra, jafnvel þó að þeim sé ljóst, að óein- ingin veiki málstað þeirra sem verka- manna. SíSan sjálfvirknin kom til sögunnar hefur lítið bólað á vilja til að gera verkföll, einkum ef útlit var á að verkfallið yrði á kostnað þeirra efnislegu verðmæta, sem verkamenn- irnir höfðu þegar eignazt, svo sem bíla, ísskápa, sj ónvarpstækj a o. fl. Þeir voru ekki reiðubúnir að fórna neinu þessu; þeir kusu heldur að fórna málstaðnum. Flestir amerískir verkamenn hafa vanið sig á lífskjör, sem ekki er hægt að rísa undir með fimm daga vinnuviku, og þessvegna leggja þeir á sig að vinna eftirvinnu eða einhver aukastörf. Og hvenær sem þessum lífskj örum þeirra er ógn- að, standa þeir andspænis persónu- legu vandamáli, og afleiðingin er sú, að æ fleiri ákvarðanir í verkalýðs- málum eru teknar frá persónulegu og einstaklingsþundnu sjónarmiði, en ekki félagslegu eða stéttarlegu sjón- armiði. HvaS verður þá um stéttabarátt- 304

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.