Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 49
GEORG TRAKL HELÍAN Georc Trakl fæddist 1886 í Salzburg í Austurríki; voru foreldrar hans efnaðir mót- mælendur. Honum gekk illa í skóla, nam þó lyfjafræði í Salzburg 1905—1908, síðan í Vín. Starfaði eitt ár sem lyfjafræðingur í austurríska hemum, en ákvað þá að flytjast til Bomeó. En 1912 tók Ludwig von Ficker, útgefandi og ritstjóri í Innsbruck, hann undir sinn vemdarvæng; gafst honum nú meira tóm til ljóðagerðar, enda varð ekkert af Bomeó- för. Dvaldi hann í Innsbmck þar til fyrri heimsstyrjöldin brauzt út. í ágúst 1914 var Trakl sendur til Galisíu sem undirforingi í læknasveitum hersins. Eftir orustuna við Gródek var honum falið að sjá um níutíu hættulega særða menn, sem lítið var hægt að hjálpa; fékk hann þá alvarlegt taugaáfall, en hafði lengi áður neytt jafnaðarlega áfengis og eiturlyfja. Lézt hann skömmu síðar aðeins 27 ára gamall á hersjúkrahúsinu í Kraká, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af kókaíni. Ásamt Georg Heym (d. 1912) og Emst Stadler (d. 1914) er Georg Trakl einn af helztu brautryðjendum þýzka expressjónismans í ljóðagerð. Telja sumir að í verkum hans sé komizt næst því að túlka hugmynd fyrstu expressjónistanna um hugskyggniskáldið — hið „visjónera" skáld. Trakl virðist ekki hafa orðið fyrir teljandi áhrifum frá samtíðarskáld- um, en þeim mun meir frá eldri höfundum, einkum Baudelaire, Rimbaud og Hölderlin. Skáldsögur Dostoévskys hafa einnig orkað á hugsun Trakls svo sem annarra höfunda á þessum árum. Hið langa ljóð hans Helían (ort veturinn 1912—13) sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu, hefur einnig að geyma enduróma frá Gamla og Nýja testamentinu, sem þó em sem endranær í ljóðum þessa skálds algerlega samlagaðir eigin myndheimi þess. Bölsýni Trakls og þröngt áhugasvið takmarkaði efnisval hans, en magnaði honum hug- skyggni. Þannig skapar Trakl eigin veraldir í ljóðum sínum framar flestum öðrum skáldum. Rilke hefur lýst reynslu sinni af ljóðum Trakls og þá líkt sér við mann Bem lok- aður væri útifyrir en þrýsti andlitinu upp að rúðunni og mændi inn i óhöndlanlega veröld skáldsins: „reynsla Trakls Hfir sem í skuggsjá; hún fyllir alveg herbergið sem enginn fær komizt í fremur en í herbergi spegilsins." Engum tókst sem honum að rækta í skáld- skap sínum metafóra, sem bæru tilgang sinn í sjálfum sér, en slfkt var m. a. keppikefli fyrstu expressjónistanna. Þeir sóttu eftir að þurrka út samanburðareðli myndlíkinga, gera hlut tjáningarinnar sem ríkastan á kostnað tákngildanna. Þetta þýddi að táknið, myndin, gat hætt að vísa til hins skynjanlega heims og gerðist sjáljdrœgt (autotelískt, úr gr. autos = sjálf + telos = skilningur), heimti til sín athyglina sem einstakur smáheimur án tengsla við almennan skynheim. Ef ljóð samanstendur einvörðungu af þesskonar myndum er það í verunni aðskilin veröld, sjálfri sér næg. Það minnir á stjömumerki þar sem myndirnar jafngilda einstökum stjömum, tengdar innbyrðis líkt og samstilltar raddir í fögrum tónavef, en þurfa ekki að standa í beinu sambandi við raunvemleg merkingar- mið. Ljóðið gerist það sem nefnt hefur verið á erlendum málum heterokosm (úr gr. 319

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.