Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 62
HALLGRÍMUR HELGASON Músík í Sovétríkjunum ► Höf. þessarar greinar, dr. Hallgrímur Helgason tónskáld, fór í haust í kynn- isför til Sovétríkjanna í boði MIR, heimsótti þar tónlistarstofnanir í Moskvu, Leningrad og Tíflis og hafði tal af tónlistamönnum og tónskáldum, og segir hér frá starfsemi þeirra. ■— Ritstj. UM það leyti sem Kópavogssátt- máli er gerður á íslandi kemur út í Moskvu fyrsta tónfræðilegt rit Rússa eftir Johann Korenev, Músíkin. „Hvað er músíkin?“ spyr hann og svarið hljóðar: „Músíkin er harmón- ísk list og jafnframt önnur fílósófía og grammatík.“ Margt er þarna sér- kennilegt eins og þegar hljóðfæra- músík er líkt við „murr og mal“. Ann- að verk eftir Níkolai Pavlovitsj Di- letzkí er eftirtektarverðara. Heitir það „Músíkísk grammatík“ og bygg- ir á hexakord-stiga (6 tónum), sem um miðja 17. öld var þegar úreltur í Vestur-Evrópu. Höfundur þekkir ekki dúr eða moll en lýsir þeim sem „har- móníu fjörlegs söngs“ og „harmóníu sorgarsöngs“; og hann segir til, hvernig eigi að skrifa fúgu. Hér verð- ur ekki rakin löng saga, en stiklað á stóru. í byrjun 18. aldar eru menntaðir músíkkraftar Rússlands enn flestir útlendir, margir þýzkir. Fólkið sjálft syngur þó mikið og leikur á þjóðar- hljóðfæri sín gusli og domra síðar mörg heimskunn þjóðlög eins og Volgasönginn „Ej uchnem“ og söng- inn um Stenka Rasin, sem píndur var til bana 6. júní 1671. Fyrsta músíkgrein í rússnesku blaði birtist 1736 í Pétursborg. Farið er þá að sýna óperu í landinu og henni lýst: „Ópera nefnist athöfn í söng. Hún leyfir engum að koma á svið nema guðum og vöskum hetj- um.“ Og bráðlega birtist fyrsta óperu- tónskáld Rússa, Vassili Alexejevitsj Paskevitsj. Katrín mikla keisara- drottning samdi sjálf textann „Fedul og börn hans“. Dimitri Stepanovitsj Bortnjanskí kannast íslendingar vel við af lagi hans í Isl. söngvasafni „Ljúfur ómur loftið klýfur“, en faðir rússneskrar lónlistar verður fyrst Michael Ivanovitsj Glinka, f. 1804, með óperu sinni „Lífið fyrir zarinn“. Hann stofnar þjóðlegan skóla. Alex- ander Sergejevitsj Dargomyskí held- ur áfram stefnu hans, og bætir við nýjum tón gamansemi og glettni og kompónerar óperuna Don Juan á rússnesku. Við þurfum ekki að nefna 332

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.