Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 69
MÚSÍK í SOVÉTRÍKJ UNUM teknir á konservatóríum, lokastig músíkmenntunar (en að þeim með- töldum eru nú 382 músíkmenntastofn- anir í landinu með 65,780 nemend- ur). Hér varir nám í 5 ár (alls frá barnastigi þá: 16 ár!), og skýrist þá afburða frammistaða sovétskra tón- listarmanna, hvar sem er í heiminum. Ef við tökum fagið kórstjórnandi, þá ber nemanda í fimm ár að skila eftir- töldum prófgreinum: Kórsöngur 1020 klukkutímar, hljómsveitarstjórn 340 stundir, kórstjórn 70 stundir, partítúrspil 50 stundir, sólósöngur 50 stundir, uppeldisfræði og kennsla 240 stundir, alþýðulist og kórbókmennt- ir 270 stundir, píanóleikur 190 stund- ir; gerir alls 5030 kennslustundir undir handleiðslu kennara. — Hér við bætast 200 stundir í hljómfræði og kontrapúnkti og 300 stundir í músíksögu, svo að alls verða tímarn- ir 5530. Við konservatóríum Sovétríkjanna er starfandi sérstök músíkvísinda- deild (en ekki við háskóla). Er það að þessu leyti frábrugðið löndum Vest- ur-Evrópu, þar sem músíkvísindi eru grein af heimspekideild háskóla. Konservatóríum útskrifar konsert- sólista ýmissa hljóðfæra, óperusöngv- ara, hljóðfæraleikara fyrir fílharm- óníuhljómsveitir, tónskáld, hljóm- sveitarstj óra, músíkvísindamenn (tónfræðinga og sagnfræðinga) og uppeldisfræðinga og kennslukrafta handa músíkfagskólum og æðri skól- um (konservatóríum er einnig mið- stöð konserta með góðum hlj ómleika- sal); í Moskvu hlutu þar menntun sina Tanejef, Skrjabín, Rakhmanin- of, Gliére og Sjebalín, í Leningrad Tsjaikovskí, Glasunof, Prokofjef, Mjaskovskí og Sj ostakovitsj. í músíkvísindum er einnig starfað ötullega. Veitt er kandidatspróf og doktorspróf. Og vísindaráðstefnur fjalla þar t. d. um æviverk Tsjaikov- skís, Rakhmaninofs og Beethovens; önnur viðfangsefni eru: franskir sym- fóníkerar á 19. og 20. öld, germansk- ir og rómanskir skólar í hljómsveitar- stjórn, Rousseau sem músíkfræðing- ur og tónskáld, hljómfræðileg þróun í rússneskri músik á 19. og 20. öld, Glinka og Cherubini, sögulegir sigr- ar Beethovens á sviði músíkforms. Konservatóríið í Leningrad er elzt og átti í fyrra (1962) 100 ára afmæli. En einnig önnur konservatóríum láta að sér kveða. Skólinn í Kiev rannsak- ar úkraínskt þjóðlag í verkum rúss- neskra tónskálda, í Baku eru skrifuð vísindarit um „Viðhafnartóna í ar- menískri þj óðlagamúsík“ og um „Verndun barnsraddarinnar“, í Tifl- is um „Tæknilega og listræna mögu- leika söngvarans“ og í Erevan í Ar- meníu um „ítalska söngskólann“. — Við konservatóríið í Moskvu er mikið safn músíkmenningar; eru þar geymdar 250 þús. síður af handrit- um frægra tónskálda allra tíma, auk þess dagbækur og endurminningar 339

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.