Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem virðist vera mikils metinn í öll- um Sovétríkjunum. Reynt er í lengstu lög að verða við sem flestum óskum. Þrír tímar í viku eru ætlaðir yngstu hlustendum; mjög vinsæll er þáttur sem Rússar kalla radíó-journal fyrir börn, var hann innleiddur af Dimitri Sjostakovitsj; eru þetta lifandi frá- sagnir um rússneska tónameistara, hlandaðir flutningi á verkum þeirra. Mjög athyglisverðir eru fjölmarg- ir músíkáhugamannaflokkar. Koma J^eir beztu saman á ráðstefnur öðru hverju, syngja, leika og dansa. Úr þeim er síðan valið til opinberra hljómleika og er algengt að fram komi þá 50—60 kór- og hljóðfæru- flokkar með um 4000 manns. Kunn- astur áhugaflokkur er músíkkollektív vísindalega fræðimannahússins í Moskvu. Þar eru saman komnir pró- fessorar, dósentar og aðstoðarmenn vísindalegra rannsóknarstofnana og æðri skóla. Þeir iðka músík í tóm- stundum eftir unnið dagsverk, spila kammermúsík, sónötur, tríó, strok- kvartetta og hafa eigin hljómsveit. Konsertmeistari hljómsveitarinnar er Vladimir Sernof, prófessor í eðlis- fræði, fyrstu fiðlu leika ennfremur próf. Hermann Kalisj, sérfræðingur í vélabyggingu, doktor í stj örnufræði Pjotr Dolgof og dósent í enskum bók- menntum Nicolai Tsvostov. Aðra fiðlu hafa leikið m. a. líffæra- og meinafræðingur Marija Ivanitskaja, stærðfræðingurinn Abram Losjitz og rithöfundurinn Jakob Frenkel, en á celló m. a. Vassilij Karra, vísindaleg- ur ráðunautur hinnar alþjóðlegu við- skiptastofnunar og Alexander Gri- gorejef, prófessor í sakamála-læknis- fræði, verkfræðingur í hitunartækni á klarínettu, Julius Rubinof. — Fé- lagsskapur þessi reis upp 1934 og hafði á að skipa stórum blönduðum kór. Stjórnandi hans hefur lengst af verið Viktor Sadovnikof, nemandi Tanejefs og Gliéres. Flokkurinn er annálaður fyrir listrænan þroska og hefur glírnt við stórverk eins og óra- tóríu Schumanns „Pílagrímsför rós- arinnar“ og kantötu Rimski-Korsa- kofs „Svitesjanka“. Á 250 ára dánar- afmæli Henry Purcells 1945 flutti þetta einvalalið fræðimanna óperu hans Dido og Aeneas með mörgum óhj ákvæmilegum aukauppfærslum; svo mikil var hrifningin. Ég hef eytt mörgum orðum í þetta kollektív vísindamanna, en engu í fíl- harmóníuna í Moskvu og stjórnanda hennar, Konstantin Ivanof (og Lev Oborin), vegna þess að svo fagur vottur um samheldni, leikmannshæfi- leika og afrek mun vera algjört eins- dæmi, þótt víðar sé leitað. Það er auðskilið mál, að svo risa- vaxið land sem Sovétríkin eru (í rauninni heil heimsálfa) þurfa á mörgum músíkkröftum að halda, enda fær hver tónlistarmaður þar að afloknu námi framtíðarstöðu, og hann hefur þar að auki fengið ríkis- 342

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.