Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 75
VERDI, SHAKESPEARE OG „MACBETH" leik eftir Grillparzer („Die Ahnfrau") og „Macbeth" Shakespeares, og tók síðasta kostinn af þeirri hagnýtu ástæðu einvörð- ungu, að þá þurfti hann ekki á fyrsta tenór að-halda, — en slíkan var ekki að hafa í Flórens. Hann tók þvínæst sjálfur saman textann í óbundnu máh og fól feneyska rit- höfundinum Francesco Maria Piave að setja hann í ljóð, en þeir höfðu áður unnið saman að tveimur óperum (og sá hinn sami átti eftir að skrifa texta fyrir hann að sex óperum í viðbót). Sjálfur hafði hann — staðinn upp úr veikindum — einangrað sig á baðstað nokkrum og sökkti sér þar nú niður í að vinna að Macbeth af mestu kost- gæfni og sinnti engu verkefni öðru. Jafn- framt tók hann hréflega virkan þátt í und- irbúningi á leiksviðinu: Hann fór yfir og leiðrétti frumteikningar að tviði og leik- búningum, sem skreytimálari leikhússins hafði gert; hann spurðist fyrir um það í Lundúnum, hvernig afturganga Bankós — í leik Shakespeares — væri sýnd þar, og hann ráðfærði sig við tækjameistara Skala- óperunnar um sviðtækni í sambandi við andasæringuna. Á meðan hafði verið æft vel og lengi í Flórens, — en þegar Verdi kom þangað í miðjum febrúar, fengu menn að kenna á aganum fyrir alvöru. I þrjár vikur var gengið á glóðum í leikhúsinu, og tónskáldið aflaði sér ekki beinlínis vin- sælda hjá leikfólkinu. Prímadonnan María Barbieri-Nini, sem fór með hlutverk Lady Macbeths, gefur lifandi lýsingu í endur- minningum sínum á þeim þrengingum, sem leikhúsfólkið varð að þola undir harðstjórn Verdis. Skemmtilegastur er kaflinn um hinn mikla tvísöng Macbethhjónanna eftir morðið á konunginum. Yfir þennan tvísöng hafði — að því er Barbieri-Nini segir — verið farið 150 sinnum á æfingum. Kvöldið þegar lokaæfingin átti að fara fram, og all- ir stóðu tilbúnir í leikklæðum sínum (Verdi hafði hamrað það í gegn, að menn skyldu syngja í leikbúningum, enda þótt það tíðk- aðist alls ekki á aðalæfingum í þá tíð), gaf Verdi skyndilega Barbieri-Nini og barytón- söngvaranum Varese bendingu um að koma til sín að tjaldabaki og bað þau um að fara með sér yfir tvísönginn einu sinni enn í æfingasalnum. „Hann var harðstjóri, sem varð að hlýða skilyrðislaust,“ segir söng- konan. „Ég man ennþá hvernig Varese hvessti á hann augun, þegar hann gekk inn í æfingarsalinn, og hvernig hönd hans greip um mcðalkaflann á sverðinu, eins og hann ætlaði að reka meistarann í gegn í staðinn fyrir Dúnkan konung. En hann beygði sig líka, og 151. æfingin hófst, á meðan óþolin- móðir gestirnir hófu upp háreysti í leikhús- jnu.“ Orsök þess, að Macbethsýningin varð all- verulegur sigur, er ekki sízt að rekja til þess, hve djúp áhrif flutningurinn sjálfur hlaut að hafa. Það hafði raunverulega tek- izt að skapa heild, sem var langtum full- komnari en menn áttu að vcnjast, og ósjálf- rátt hafa áheyrendur fundið, að eitthvað nýtt og mikils vert var á seyði. Þetta vakti virðingu þeirra og aðdáun á hinni nýju óperu, ekki sízt þar sem Verdi naut áður almennra vinsælda, og þeir fögnuðu henni; en samt var hún ekki nýjung, sem gæti orð- ið þeim hjartfólgin, og sigurinn varð því endasleppur. Macbeth var sem sé ekki verk, sem átti vinsældir almennings vísar. Samhristingur af skozkri þoku, nornum, öndum, morðingj- um og myrkri — en engin ástarsaga, hvað þá tenór í aðalhlutverki efninu til bragð- hætis — það var meira en nóg af svo góðu. I sjálfu sér bar hér nokkuð til nýlundu fyr- ir ítalska leikhúsgesti. En það, sem var nýtt í raun og veru í þessari óperu, var ekki efn- ið sem slíkt. Tímamót markaði hitt, að hér var í fyrsta skipti reynt að fjalla um efni af hollustu við sannleikann. Verdi hafði skap- að fyrsta ítalska músíkdramað, þar sem Macbeth var. Þeir cru ófáir, sem tengja hugtakið mús- 345

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.