Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 81
VERDI, SHAKESPEARE OG „MACBETH**
Sá Macbeth, sem vér heyrum fluttan nú
á dögum, er eins og fyrr segir allfrábrugð-
inn þeim, sem kom fyrst fram árið 1847.
Ballettmúsíkin, sem Verdi varð að fella inn
í óperuna fyrir flutning hennar í París,
skiptir engu sérstöku máli í þessu sam-
bandi, — það eru hinar yfirgripsmiklu
breytingar, sem skilja á milli gerðarinnar
frá 1865 og frumútgáfunnar. Þriðji þáttur
var næstum nýr í heild sinni, en þyngdar-
punktur hans er hið mikilfenglega atriði,
þar sem nomirnar særa fram að beiðni
Macbeths anda þá, sem eiga að segja hon-
um fyrir forlög hans. Þar er sérlega frum-
legur leiðsöguþáttur hljómsveitarinnar við
opinberun konunganna átta, — en hann er
fluttur af fámennum hópi blásara, sem stað-
settir eru sér í lagi undir sviðinu, og ltljóð-
færaskipun er mjög sérkennileg: tvö óbó,
sex a-klarinettur, tvö fagott og eitt kontra-
fagott. „Þessi litla blásaraliljómsveit,“
skrifar Verdi Escudier, „leiðir fram ein-
kennilegan, dulkynjaðan og næstum óvirki-
legan hljómlíkama, sem engin önnur hljóð-
færi myndu geta líkt eftir.“ Og þessi fagra,
leyndardómsfulla tónlist virðist líka eins og
komin frá öðrum heimi. — Kóramir tveir í
4. þætti voru líka nýir, og orrustuatriðið,
sem Verdi hafði mjög hnyttilega valið
fúguform. Nú bar dauða Macbeths að ut-
an sviðs, þótt andlátsatriðinu frá 1847 hafi
aftur verið bætt inn í við flutning síðar,
en um það val má deila. Tveir fyrstu þætt-
irnir voru líka í ýmsum atriðum endurskoð-
aðir. Mynd Bankós var dregin skarpari tón-
dráttum, og Lady Macbeth hafði bætzt ný
aría í 2. þætti.
Það þarf ekki að fara í grafgötur um, að
útgáfunni frá 1847 hafi verið stórlega áfátt.
Hversu stórt skref sem Verdi annars steig
með Macbeth, gat hann ekki losað sig um-
svifalaust með öllu undan því valdi, sem
stíll hans fram að þeim tíma hlaut að hafa
yfir honum, — og hann hefur haft gildar
ástæður til að vera óánægður með þann
Macbeth, sem hann tók til endurskoðunar
1864. Tókst honum þá líka að ráða bót á
því, sem miður fór? má spyrja. Að hve
miklu leyti samsvaraði hin nýja ópera þeim
hugmyndum um músíkdramatískt mót, sem
komu í ljós í vaxandi mæli í verkum hans
frá árinu 1851.
Því verður ekki neitað, að enn er ýmis-
legt athugavert. í fyrsta lagi eru ýms atriði
átakanlega „gamaldags" — í hreinni mót-
sögn við áðurnefnt grundvallarlögmál um
samræmi á milli tjáningarforms og efnis.
Þetta á sérstaklega við um þær tvær aríur,
sem Lady Macbeth syngur í 1. þætti og eru
raddfimleikaþrautir og ekkert annað. Eink-
um er það 2. arían — við textann „Rísið
nú upp, allir Satans sinnar" — sem keraur
skelfing fáránlega fyrir, svo sveipandi
glæsileg sem hún er, þar sem hún stendur
ekki í neinu sambandi við hið glæpsamlega
ákall, sem hún flytur. Endirinn er eins og
eftir Rossini — og það er næstum það
versta, sem unnt er að hugsa sér á þessum
stað. Aría Macbeths fyrir bardagann í síð-
asta þætti er líka veik, í fyllsta máta hefð-
bundin rómansa að formi til, sem dregur í
væmni sinni úr dramatískum áhrifum verks-
ins. — í annan stað hefur allvíða mis-
heppnazt að tcngja eðlilega saman hin
ýmsu atriði. í Macbeth fer fram greinilegt
uppgjör við gamla óperustílinn, þar sem
eitt „númerið“ tekur við af öðru, unz á-
kveðinni tölu er náð, þ. e. a. s. aríur, ka-
vatínur o. s. frv. (venjulega með formáls-
tóni (recitativi)), — en tengslin á milli
þessara einstöku númera, sem öll athyglin
beindist að, voru afar lausleg. Eftir því sem
músíkdramað þróaðist, varð það æ algeng-
ara, að ákveðin atriði væru saman sett sem
ein heild, en ekki keðjur af „númerum" —
tóni + aríu. Aríukenndar tónaraðir og
tjáningarfullt „parlando" (söngtal), sem
beitt var af mýkt og fimi, sameinuðust þar
í æðri einingu, — eins og Verdi heppnaðist
til fullnustu í Othello og Falstaff. Macbeth
351