Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 13
Þórbergur Þórðarson Tveir þættir Alþingiskosningar 1902 Vorið 1902 fóru fram alþingiskosningar hér á landi, til aukaþings. Þá var í kjöri fyrir Austur-Skaftafellssýslu, séra Jón Jónsson prófastur að Staðarfelli í Lóni af hálfu heimastjórnarmanna og Þorgrímur Þórðarson læknir í Borg- um fyrir Valtýinga. í þann tíð bjó að Kálfafelli í Suðursveit Sigurður Sig- urðsson, einn af efnuðustu bændum þar í byggðum. Sigurður var myndar- legur maður að vallarsýn, rismikill í framgöngu og ákafamaður með ein- dæmum og var engu líkara en stundum rynni á hann berserksgangur. Hann var greindur vel að eðlisfari og klókur í viðbrögðum sínum við mannlífið, sérhyggjumaður að upplagi en þó höfðingi heim að sækja. Hann hafði mjög skemmtilega og sérstæða frásagnargáfu og lifði sig svo inn í frásagnarefnin, að hann var tekinn að leika þau áður en hann vissi af. Fræg þar eystra er saga af heimsókn Sigurðar til Þorláks bónda á Bakka á Mýrum. Þorlákur var smiður góður og hafði stundum uppi þá skemmtun að segja fólki lyga- sögur, greindur maður og fátækur og Sigurður hafði eitthvað greitt götu hans. Nú berast þau tíðindi að Þorlákur á Bakka sé orðinn veikur af ískyggi- legum sjúkdómi. Þá var Sigurður gamall og kominn til Valgerðar dóttur sinnar í Hoffelli. Hann frétti af veikindum Þorláks og gerir sér ferð út að Bakka til þess að vita um líðan hans. Sigurður kom að Holtum á Mýrum í heimleiðinni frá Bakka. Hann var spurður um heilsufar Þorláks. Sigurður svarar: „Nú er Þorlákur vesalingurinn mikið veikur. Ég heyrði ekki, hvað hann sagði. En samt laug hann“. Þeir Sigurður og Þorgrímur læknir voru góðkunningjar. Þorgrímur leitaði nú til hans um kosningaaðstoð í Suðursveit. Nokkru fyrir kosningar ber tvo gesti að garði á Kálfafelli. Það eru Jón prófastur á Stafafelli og í fylgd með honum séra Pétur Jónsson, prestur á Kálfafellsstað. Þeir hitta Sigurð að máli og leggja fast að honum að kjósa prófast og útvega honum atkvæði í sveitinni. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.