Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 14
Tímarit Máls og menningar „Nei, það geri ég ekki, piltar,“ svarar Sigurður. „Ég kýs Þorgrím, og það munu fleiri gera hér í sveit.“ Fengu þeir enga frekari áheyrn hjá Sig- urði og skunduðu frá Kálfafelli gramir í geði. Nú líður fram undir kosningar. Þá söðlar Sigurður hest og ríður á alla bæi í Suðursveit fyrir austan Kálfafellsstað og lokkar bændur til að lofa sér því að kjósa Þorgrím. Ef treglega gekk að fá skýlaust loforð, hét Sig- urður kjósandanum að víkja að honum nautsskinnsskæðum eftir kosning- amar. En ef kjósandinn lét ekki skipast við svo gott boð, segir sagan, að Sigurður hafi gripið til áhrifameiri ráða, horfir ísmeygilega framan í kjós- andann og segir: „Veiztu ekki, að Þorgrímur er læknir og getur drepið þig, ef þú kýst hann ekki?“ Þetta hefur kjósandinn átt að skilja á þann veg, að Þorgrími væri í lófa lagið að kála honum, ef hann yrði veikur og þyrfti að leita til hans lækningar. Að morgni kjördags lætur Sigurður sækja fjóra hesta, einn handa sjálfum sér, annan handa Sigurði yngra syni sínum, sem átti að fá að fara með sér til skemmtunar, og tvo handa kjósendum, er kynni að vanta dróg. Síðan snar- ast hann inn í eldhús og tekur þar niður nokkrar lengjur af nautshúð, sníður þær í skæði og bindur skæðin fyrir aftan hnakkinn sinn. Svo halda þeir feðgar úr hlaði. Sigurður ríður heim á flesta bæi í Suðursveit, sem voru í leið hans til kosninganna, kveður upp bændur og lætur þá fylgja sér austur að Flatey á Mýrum, en þar skyldi kjósa. Hann brýnir mjög fyrir liðinu að halda vel hópinn og fylgja sér fast eftir. Það gat haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef kjósandi flæktist inn í fylgilið prestsins á Stafafelli. Þeir stigu af baki á bökkunum fyrir austan Flateyjarbæina, allir nema Sigurður og sonur hans. Sigurður sér, að margt manna er heima við í Flatey, og ennþá nokkur stund, þar til kosning skyldi hefjast. Sigurði mun ekki hafa litizt meira en svo á að hleypa hjörð sinni strax í sollinn og talar til hennar og segir: „Þið skuluð bíða hérna, vesalingar. Ég ætla að skreppa snöggvast heim.“ Síðan ríður Sigurður heim að Flatey og sonur hans með honum, en kjósendurnir híma eftir austur á bökkunum, svo sem fimm mín- útna gang frá bænum. Sigurður mætir Þorgrími á hlaðinu í Flatey. Þorgrímur verður fyrri til máls og ávarpar Sigurð: „Sæll og blessaður, Sigurður minn!“ Sigurður svarar: „Ég er kominn með þá.“ Eftir lítinn tíma var gengið til kosninga. Það mun hafa verið í næstsiðasta sinn, sem kosið var með uppréttum höndum hér á landi. Sigurður ríður 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.