Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 19
Herbert Marcuse rótum runnin. Kenningar hans, lífsskoðun og framar öllu meðferð hugtaka er naumast skiljanlegt nema átta sig á hvernig heimspeki hans og hugsun hafa þróazt, og er þá ekki sízt athyglisvert hvernig hann reynir að brúa djúpið milli kenninga Heideggers og Karls Marx eða bræða þær á vissan hátt saman, ekki auðveldara en það er. Heidegger, sem frægastur er fyrir hók sína Sein und Zeit, tók við af heimspekingnum Husserl og myndaði sinn skóla í fyrirbærafræði og sneri sér einkum að beinni athugun á existenz eða lífstilveru mannsins, vill gefa svar við því hverskonar lífvera maðurinn sé og hver sé hans eiginlegi tilgangur. í ontólógískum skilningi sé hann verandi í heiminum, bundinn eðlistengslum við umheiminn og meðbræður sína, í sjálfum sér dýpst inni ákveðin skilnings- eða vitundarvera, og skilgreinir Heidegger stöðu hans af mikilli orðleikni, segir á þýzku að þessi skilnings- vera hagi sér „zur Umwelt besorgend, zu den Menschen fursorgend, zu sich selbst sorgend“, hvernig sem á nú að reyna að koma þessu á íslenzku, en merkir þó sem næst að hún eigi hlutdeild í umheiminum, hafi hluttekningu með mönnunum og beri eigin hlut áhyggjusöm fyrir brjósti, eða nær orða- lagi höfundar: hafi samhyggju með umheiminum, umhyggju fyrir mönn- unum og áhyggju af sjálfri sér. Niðurstaðan er að maðurinn sé angistarfull sek vera, háð tímamörkum fæðingar og dauða, og ekki kölluð fyrr en í dauðanum til sinnar eiginlegu tilveruhæfni (Sein-Können), og það að vera frjáls undir komu dauðans er sjálfur tilgangur eða gildi mannlegs lífs. Og þar eð mannleg tilvera er tímanleg (zeitlich) og fær sína endalykt í dauð- anum, gerir Heidegger mikið úr hugtakinu tímanleiki (Zeitlichkeit) og út- listun tímans, er sé skilyrði til að geta öðlazt skilning á „söguleikanum“ (der Geschichtlichkeit), öðru mikilvægu hugtaki í heimspeki Heideggers, en hér er sérstaklega á þau bent vegna þess að þau koma einnig mjög við sögu hjá Marcuse (Sartre ofl.). Söguleiki á að tákna eigind, ásigkomulag og rás viðburðanna, vera „skilyrði innihaldslegrar sögu“. En sú aðferð Heideggers að takmarka sagnfræðihugtakið við söguleika leiðir hann út af braut raunverulegrar hlutlægrar sagnfræði, og sögulegum samfélagsveru- leika ýtir hann til hliðar sem „óeiginlegum“. I heimspeki sinni ætlar Heid- egger að komast á fastari grundvöll og verða frumlegri með því að gera tilveru einstaklingsins að rannsóknarefni sínu. Og einstaklingssjónarmiðið er einmitt sá grundvöllur sem heimspeki Heideggers hvílir á, og þar er djúpið staðfest milli hans og marxismans. Að skilningi Karls Marx er maðurinn sköpun sögunnar frá upphafi og gerandi hennar, félagsvera, en í augum Heideggers og fylgjenda hans einstaklingstilvera með takmarkið í sjálfri sér, 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.