Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 24
Tímarit Máís og menningar vegar að þróun þess hafi gengið í þá átt og tekið þeim breytingum að lögmál stéttabaráttunnar séu ekki lengur í gildi, hún feli ekki lengur í sér þær andstæður sem knýja þróunina áfram né sé hún lengur það afl sem geti umbylt þjóðfélaginu. Grunnhugtök þj óðfélagsfræðinnar, kenningin um stétta- baráttu og þjóðfélagsbyltingu, hafi á 19. öld átt sér stoð í áhrifamiklum andstæðuöflum innan þj óðfélagsins, skörpum pólitískum átökum hinna tveggja miklu stétta er stóðu andspænis hvor annarri: borgarastéttarinnar og verklýðsstéttarinnar. í auðvaldsþjóðfélögum séu þetta enn aðalstéttirnar. En skipulagsþróunin hafi breytt gerð og ætlunarverki þessara stétta á þá leið að þær virðist ekki lengur vera líklegir gerendur sögulegrar umbyltingar. Framgangssamir hagsmunir, sem gæta verði til að vernda og styrkja hið ríkjandi ástand, sameini þessar fyrri andstæður á fremstu sviðum þjóðfélags- ins. Verklýðsstéttin er samkvæmt þessu inngróin í skipulagið og hin klassísku hyltingarsjónarmið eiga sér ekki lengur grundvöll innan þjóðfélagsins. Marcuse útlistar sjónarmið sín á þennan hátt: Hin klassísku fræði Marx gera ráð fyrir breytingu kapítalisma í sósíalisma sem pólitískri byltingu: verklýðsstéttin molar sundur hið pólitíska skipulag auðvaldsins en lætur haldast hið tœknilega kerfi er sveigt skuli undir skipulag sósíalismans. Þann- ig er samhengi í byltingunni. Vissulega hélt Marx, segir Marcuse, að skipulagning og stefnumark fram- leiðslukerfisins mundi hafa í för með sér eðlisbreytingu í hinni tæknilegu framvindu. En þar sem hið háþroskaða tæknikerfi grípur jafnt yfir opinber störf sem einkalíf á öllum sviðum þjóðfélagsins, bindur allt þjóðlífið ásamt vinnustéttunum í pólitíska heild, mundi eðlisbreyting fela í sér breytingu á tœknigerðinni sjálfri. Og ætti slik breyting að geta orðið yrðu vinnustétt- irnar að vera fráfirrtar heildinni í sjálfri lífstilveru sinni, vitund þeirra að vera slík að þeim væri ógerlegt að halda áfram að lifa innan þessarar heildar, svo að þörfin fyrir eðlisbreytingu væri spurning um líf eða dauða. Þannig verði neitunin að vera til á undan breytingunni sjálfri, sú hugmynd að hin frelsandi sögulegu öfl þróist innan hins ríkjandi þjóðfélags sé hornsteinn marxiskra fræða. En þessi vitund fær ekki andrúmsloft, það gefst ekki „innra svigrúm“ til að vinna að sögulegri breytingu í „þjóðfélagi þar sem gerendur jafnt sem þolendur eru tæki eða hlutir í heild sem telur lífsskilyrði sín fólgin í því að áorka yfirburða framleiðni. Æðsta fyrirheitið er síþægilegra líf fyrir síaukinn fjölda sem í ströngum skilningi getur ekki hugsað sér eðlisbreytt ástand í orði né verki, því að hæfnin til að halda í skefjum eða hagræða 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.