Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 60
Tímarit Máls og menningar skapaði hann kenningakerfi sem jafngilti algerri byltingu, jafnt að því er varðaði markmið sem viðfangsefni. Skilningur Marx á hugtakinu heild er samt allur annar en skilningur Webers og Durkheims. Hin mikla nýsköpun Marx lá í hugmyndinni um hina samsettu heild, þar sem einn þátturinn — sá efnahagslegi — yfirskyggði alla hina, þegar grannt var að gáð, svo að þær andstæður innan heildarinnar sem í raun og veru eru hreyfiöfl ákvörðuðust af ólíkri afstöðu hinna einstöku þátta. Þetta var í algerri andstöðu við hugmyndir Hegels um heildina en Weber hallaðist síðar að þeim vegna áhrifa frá þýzkri hughyggju. Hin þjóðfélags- lega heild Webers er hringlaga og allir þættir hennar jafngildir og tengsl þeirra tilviljunum háð: það er undir hælinn lagt hvort siðfræði trúarbragð- anna og stefnan í efnahagsmálum ákvarðast hvort af öðru. Þessi skilningur leiddi síðar til hinna ómenguðu kenninga raunvirknihyggjunnar (functional- ism). Annar mismunur hefur jafnmikla úrslitaþýðingu. Hugsun Marx mót- aðist ekki einvörðungu af sérstöku inntaki hugmynda hans um heildina. Hún einkenndist einnig af hugmyndum hans um andstœður sem ásamt hinum fyrrnefndu hafa meginþýðingu. Althusser hefur fyrir skömmu sýnt fram á gagnkvæmt samband milli þessara tveggja þátta. Það er engin tilviljun að klassísk félagsfræði með óljósan skilning sinn á marxisma, hefur líka ein- kennzt af því að mönnum hafa verið andstæðurnar ofur ljósar. Enn einu sinni var hugtakið útvatnað geigvænlega. í ritum Webers er rætt fram og aftur og án niðurstöðu um hin nátengdu vandamál „karisma"1 og „skrif- finnskuveldi“ og hvernig þau fléttast saman. Þrátt fyrir það að dulin þró- unarhyggja byggi að baki öllu því sem hann skrifaði (hann trúði því að Vesturlönd hlytu í framtíðinni að láta hagkvæmnissjónarmið ráða) glímdi hann unz yfir lauk við þann vanda sem í því fólst að bæði sú stjórnskipun sem byggist á skriffinnskuveldi og sú sem byggist á „karisma“ eru í eðli sínu óstöðugar og hættir til að breytast hvorri í aðra. Kenning Paretos um valdið fól í sér að forystuhópum væri stöðugt steypt af stóli í hringrás sem aldrei tæki enda. Frásögn Durkheims af þróuninni frá mekanískri til lífrænnar samhygðar (frá frumstæðu þjóðfélagi til iðnaðarþjóðfélagsins) skapaði hug- takið anomi sem táknaði það þegar þjóðfélag, afmarkað af þeim hlutlægu stjómreglum sem það setur, skapar í sífellu huglægt stjórnleysisástand. í öllum nefndum tilvikum er andstæðuhugmyndin sjálfur kjami ritsins. En hér er alltaf átt við „úrkynjaðar“ andstæður, andstæður bundnar hringrás og því eilífar og óbreytanlegar. Þessi hringrás andstæðnanna er rökrétt af- 1 Sjá Peter L. Berger, Inngangur að félagsfrœði, bls. 138 og áfram. 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.