Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 71
Um nokkra þœtti brezkrar menningar flytjenda sem gistu Bretland um 30 ára skeiö. Þau mikilvægu mótandi áhrif sem innflytjendur hafa haft á borgaralega hugmyndafræði í Englandi stað- festast í hliðstæðu forystuhlutverki útlendings innan hins andstæða hug- myndakerfis, marxismans. Hvorir tveggja urðu að lúta hinum almennu lög- málum brezkrar menningar. Isaac Deutscher, fremsti marxistíski sagnfræð- ingur sinna tíma, var eini mikilsháttar fræðimaðurinn innan þessa alþjóð- lega hugmyndakerfis sem búsettur var í Bretlandi. Hann var miklu mikilhæf- ari maður en landi hans Namier, en samt var hann hæddur eða honum var enginn gaumur gefinn af háskólum landsins alla ævi. Hann fékk aldrei kenn- arastöðu af neinu tagi við neinn háskóla. Brezk menning veitti viðtöku og hóf til vegs allt sem styrkti þann grundvöll sem hún þegar hvíldi á, en vísaði á bug eða hafnaði öllu sem fór í bága við hann. Heimspeki Ensk heimspeki hefur síðan 1930 mótazt af kenningum Wittgensteins. Sem heimspekingur leitaðist hann á yngri árum við að samræma að fullu hið sundurgreinanlega mál og brotakenndan veruleika, þannig að grundvallar- setningar spegluðu í sér hinar minnstu staðreyndir. Þetta var í raun og veru kenning um málið sem var í anda einhyggjunnar og hún fól í sér að allar frumspekilegar staðhæfingar voru úrskurðaðar utan skynheims okkar af því að þær samsvöruðu ekki neinum sannprófanlegum efnisverundum. Eftir að Tractatus logico-philosophicus kom út réðust Vínar-heimspekingarnir miklu djarflegar og harkalegar á allar umræður sem ekki voru í samræmi við hefð- hundnar fyrirmyndir í náttúruvísindum, eðlisfræði og stærðfræði. Allar þær setningar sem ekki var unnt að sannprófa með aðferðum þeirra voru af- skrifaðar. Ástæðan var ekki að þær væru rangar heldur merkingarlausar. Það var lítið sem skildi milli rökrænnar öreindahyggju og rökrænnar raun- speki, enda þótt kenning Wittgensteins um „staðreyndakornin“ hafi verið lát- in lönd og leið. Hún fól í sér of umfangsmikla höfnun viðurkenndra mæli- kvarða til þess að nokkurt borgaralegt þjóðfélag á Vesturlöndum gæti fallizt á hana, en þjóðfélögin þörfnuðust sér til viðgangs siðrænna viðhorfa sem hlotið höfðu blessun, og eins allsherjarhugmyndafræði. Þessar félagslegu gagnkvæður eru endurskin þekkingarfræðilegra gagnkvæða. Þegar reynslu- hyggja er teymd út í slíkar öfgar, eyðileggur hún einmitt þá reynslu sem henni var ætlað að styrkja. Því alkunna er að ógerlegt er að sannprófa sjálf sannindamerkin. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.