Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 90
Tímarit Máls og menningar Samtal Virgils og Dantes í fyrstu kviðu og lýsing Virgils á væntanlegu ferðalagi þeirra tveggja sýnir hugmyndir miðalda- manna um Virgil. Ifann verður Dante nokk- urskonar spámaður, hann spáir Dante frelsun Italíu og Dante eilífri sælu. Að- dáun þeirrar tíðar manna á Virgli var slík, að menn töldu að hann hefði spáð komu Krists í hjarðmannakviðum sínum. Sögur gengu um það, að Páll postuli hafi á leið sinni til Rómar, heimsótt gröf Virgils og grátið yfir þvi að hann var burtsofnaður áður en endurlausnin hófst. Síðar hófust miklar sagnir af þessu skáldi sem töfra- manni, og eru margar þeirra skráðar í „Gesta Romanorum“, einni vinsælustu bók miðalda. I þýðingu Guðmundar kemur fram þessi mikla dýrkun Dantes á skáld- inu. Virgils-dýrkun miðaldamanna var hlið- stæða við afstöðu þeirra til fomaldar Róm- verja og Grikkja og til latínunnar, sem al- þjóðamáls i Evrópu um daga Dantes. Dante sneið ítalskt málfar sitt mjög að miðalda- latínu eins og hún var orðin eftir endur- reisn 12. aldar og sú tunga var eina al- ])jóðamálið, sem Evrópumenn hafa átt fram til þessa og það er af þessum sökum sem málfar og skáldskapur Dantes verður auð- skiljanlegra og þýðingarhæfara heldur en t. d. Shakespeare og Moliére. Miðalda- Evrópa var sameinaðri andlega heldur en síðar varð og þar átti latínan stóran hlut að, auk sameiginlegs menningararfs. Þess- vegna er siðferðilegur skyldleiki milli Kómedíunnar og þeirra rita, sem sett voru saman hérlendis á 13. öld, þar eð menning- arlegar forsendur voru af sama toga. Næsta kviða þýðingarinnar er XVII. kviðan. Þar upphefjast vein og kvein svik- ara og okrara, Dante þekkir enga fyrst í stað en svo tekur hann að sjá ýmis ein- kennismerki, sem koma kunnuglega fyrir sjónir sem merki illræmdustu okurkarla samtíðarinnar. Síðan setjast þeir Virgill og Dante á bak ,„skrímslinu arga“ Geryon, sem er tákn svika og meinsæris, en Virgill hafði náð valdi á skrímslinu í krafti „lag- anna“, sem ófreskjan stenzt ekki. Ymsir hafa haldið því fram, að mælska og snilli Dantes nái hæst í Helvíti og Hreinsunareldinum, sama er að segja um þýðanda hans, listilegar samlíkingar, ágæt- ar staðsetningar og mjög lipurt tungutak einkenna þær kviður þessara tveggja þátta Kómedíunnar, sem hann þýðir. Langt niSri í svelgnum drundi fljótiS dökkva. á djúpsins grunni, orgi trylltra hranna. Eg skyggndist niSur, inn í móSu og mökkva. En angist slegin, ógnir þœr aS kanna, ég undan leit, — hver jirn aS sjá og heyra: Helvítiseldur, grátur, gnístran tanna ... I tuttugustu og fimmtu kviðunni er höf- undurinn fullur slíkrar heiftar í garð þeirra svikara og bandítta, sem þar er lýst, að Goethe og ýmsum jafn balanseruðum mönn- um þótti nóg um. Þýðandinn slakar hér ekki á, þó hann nái enn meiri tilþrifum í síðustu kviðu Helvítis, þeirri þrítugustu og fjórðu: Lesari minn, hve lokast orSsins vegir, ej lýsing vildi á skeljing minni gera, hvar tjáning deyr og tungan lömuS þegir. En þrátt fyrir þessi viðbrögð, hefst lýs- ing á „harðstjóranum mikla í ríki böls og kveina" — Lo imperador del doloroso regno Tilþrif Dantes og Guðmundar Böðvarsson- ar byggjast ekki á meiningarlausu orð- skrúði og fljótandi mælskufroðu, hvert orð er þarft og allar líkingar hafa sína þýðingu, í hrikalegustu lýsingum djöfulsins er ekk- ert ofsagt, og þessvegna eru áhrifin svo sterk. Auk þessa er málið hjá Dante og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.