Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 92
Tímarit Máls og menningar ekki þar við sitja, sem er þetta sýnishorn, heldur hefjist nú þegar handa um, að tryggja G. B. vinnufrið til þess þarfaverks, að ljúka við þýðingu allrar hinnar guð- dómlegu Kómedíu á næstu árum. Eins og þessi þýðing ber með sér, fer hér höndum um skáld, sem er búið þeirri snilli og gáf- um að geta íslenzkað eitt merkasta verk heimsbókmenntanna á þann hátt, að hæfi því og höfundi þess Dante. Siglaugur Brynleifsson. Innlönd Lestur Innlanda1 er ferð inn í hugarheim skálds, sem gerist æ innhverfara með tím- anum, stefnir frá hinu ytra til hins innra, kafar æ dýpra í leitinni að kjarna þess, sem er. Að því leyti er nafn hókarinnar mjög haglega valið og ber um leið vitni smekkvísi höfundarins og tiginbomu lát- leysi ljóða hans. Ef höfð er hliðsjón af fyrri ljóðahókum hans, vekur athygli, hve nýja bókin er sam- fellt verk. Það er kannski villandi að segja, að hún sé ljóðaflokkur, en hún er miklu meira í ætt við ljóðaflokk en þær. Hér er skáldið að fást við afmarkaðra efni og brýt- ur það markvissar til mergjar en fyrr í hverju ljóðinu eftir annað. Hannes Pétursson hefur löngum leitazt við að tjá reynslu sína og viðhorf sífellt með nýjum hætti, halda lengra og lengra í nýjar áttir, komast sem næst kjarnanum, að uppsprettu lífs og ljóðs. I Kvæðahók voru yrkisefnin fleiri og fjölbreyttari, — Ijóðin ósamstæðari en í seinni bókunum. í ann- arri bókinni túlkaði Hannes persónulegt lífsviðhorf sitt á opinskárri hátt en áður, söng jörðinni, hlutunum í kringum sig og hinni frjóu lífsnautn lof. Um þá bók Hannes Pétursson: Innlönd. Helgafell 1968. 76 hls. sagði Kristján Karlsson: „Höfuðeinkenni þessa skáldskapar eða öllu heldur hreyfing- in á bak við hann er ástríðulítil, en tilfinn- ingarík leit að jafnvægi". Þeirri leit hélt Hannes áfram í Stund og stöðum. Þar kvað enn við nýjan tón. Skáldið stefndi enn í nýjan áfanga. I annarri bókinni orti hann um persónulegan vanda, nú um stöðu manns og heims: um hverfleikann í óstöð- ugum heimi, tjáningarvandann og áhrifa- mátt skáldskaparins og öryggisleysi manns- ins í heimi nútímans. Mér sýnast ljóðin í Innlöndum eðlilegt framhald þriðju bókar Hannesar Péturs- sonar. Inn í næma vitund hans streymir allt, sem hann sér og heyrir: „hrynjandi stund- ar og staða“, en í Innlöndum birtist per- sónulegt viðhorf hans nú og mat hans á því, hvað sé honum sjálfum mest virði af því, sem tíminn, reynslan og verðandin skola á fjörur, hvaða vörðum hann fylgir á leið sinni í nýjan áfanga. Hannes er ekki mikið haráttuskáld. Ilann boðar ekki öðrum trú á tiltekinn málstað í stjórnmálum, trú eða heimspeki, allra sízt í síðustu ljóðum sín- um, þó að hann segi okkur þar ýmislegt um hug sinn og lífsviðhorf. Að þessu leyti er skáldskapur hans innhverfur: hann er sprottinn af persónulegri baráttu, einstak- lingsbundnum vanda. Af fyrsta ljóðinu í Innlöndum verður ljóst, að þótt gamlar fjarlægðir séu horfn- ar og heimurinn skroppinn saman og f jötri hverja stund okkar nálægð síns ytri veru- leika, vekur það ekki nýja snertingu við kviku og eigind hlutanna í vitund skálds- ins. „Hinn blikandi kjarni, innstur í öllu sem er til“ er ennþá í sama fjarska. Þetta, sem dagurinn færir að höndum, er ekki nógu áhrifamikið og eftirminnilegt til þess að sökkva til botns í vitundinni; það flýtur ofan á. Hvað er þá satt? Hvað er það, sem skáldið þráir og leitar og hverfur til aftur og aftur og vakir óafmáanlegt í vitund 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.