Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
mynda hið díalektíska þróunarhugtak. Þrátt fyrir alla vöntun á aðferða-
fræðilegri yfirvegun, þá var það þessi hlutdrægni, sem í krafti framfara-
sinnaðs inntaks síns, opnaði leið til skilnings á fjölmörgum sannindum. Þessi
hlutdrægni, afsprengi nýleystra framleiðsluafla, opnaði sýn til nýrra átta í
þekkingarleit mannkynsins, sem framfarasinnuðum hugsuðum fyrri tíma
hafði verið hulinn dómur. Enda höfðu þeir ekki notið slíkrar örvunar auð-
valdsafla, sem voru í þann veginn að slíta af sér öll bönd.
Það er því ekki hlutdrægnin sjálf, sem er forkastanleg heldur einungis það
afbrigði hennar sem ýtir undir hnignun. Forkastanlegust af öllu er þó sú teg-
und þrætustagls sem svo oft er borin á borð fyrir menn á Vesturlöndum nú á
dögum undir heldur fátæklegu yfirskini hlutlægninnar. Þar er hún ýkt og
undirstrikuð sem sérstakur vottur um skýlausa óhlutdrægni í þá veru að
breiða yfir þann hagnaðaráróður sem undir býr. Ef horft er til Þýska al-
þýðulýðveldisins verður fyrir önnur tegund óhlutdrægni í formi svonefndrar
„vísindahyggju“ (objektívisma). Hún er á vissan hátt hugmyndafræðilega
tengd því sem á Vesturlöndum nefnist „sannleikurinn sannleikans vegna“.
Með því að íklæðast götóttri flík gervi-hlutlægninnar, fær ohjektívisminn á
sig hálfvelgjulegan hlutleysis- og málamiðlunarbrag. Vissulega er málamiðl-
un milli nokkurra valkosta við lausn ákveðins viðfangsefnis vísindaleg dygð.
A okkar tímum hefur það hinsvegar úrslitaþýðingu, hvort um er að ræða
eingöngu sérfræðilegt vandamál, þegar slík málamiðlun er gerð, eða hvort
á ferðinni er umfangsmeira vandamál, sem ekki er unnt að fjalla um nema
á grundvelli ákveðinna lífsviðhorfa. Spurning einsog sú, hvort Giordano
Bruno21 hafi snúist til Kalvínstrúar í Genf eður ei, verður reyndar aldrei
borin fram á allsendis óhlutdrægan hátt. Það eitt, að hún skuli yfirleitt borin
fram, að hún skuli tekin fram yfir margar aðrar forvitnilegar spurningar,
slík atriði vitna um ákveðinn þjóðfélagslegan undirtón. Þegar um er að
ræða meðferð staðreynda af þessu tæi, getur þó hlutdrægnin varla leitt til
villandi niðurstöðu. Þetta horfir hinsvegar öðruvísi við, þegar fyrir liggja
skýringar eða viðleitni í þá veru að setja viðfangsefnið í víðara samhengi,
hvort sem þar er um að ræða athuganir í náttúru- eða hugvísindum. Getum
við tilaðmynda enn rætt í hálfvolgum hlutleysis- og málamiðlunartón um þá
kenningu Weismanns, að áunnir eiginleikar gangi ekki í erfðir, þegar horft
er til þess stigs, sem líffræðilegar rannsóknir hafa náð á okkar dögum. Get-
ur nokkur lengur ált erfilt með að velja á milli Berkeleyanisma og þekking-
arfræði efnishyggjunnar, milli kenningarinnar um „eilífa mannlega nátlúru“
og díalektískrar söguskoðunar, milli veraldarinnar sem fullkomnaðs sköpun-
58