Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 69
Hlutdrœgni vísindanna arverks síbreytilegrar verðandi. Það er margt, sem fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um. Þó greinir enga á um það, hvort skuli verða ofaná, þegar eigast við hugmyndafræði, sem orðinn er fjandsamleg manninum og þekk- ing sem er þess umkomin að uppfylla einn elsta og fegursta draum mann- kynsins. Vísindin fæla sjálf alla hálfvelginga frá sér. Þekking á því, sem máli skiptir, er ekki fólgin í sambræðslu hugmynda úr ýmsum áttum. Slík þekking kallar á það, að kveðinn sé upp dómur. Það er ekki unnt að ræða möguleika á vali milli þess sem flett hefur verið ofanaf sem ósannindum og liins sem komið hefur í Ijós, að er blákaldur sannleikur. Það er lítilsigldur hugsuður sem lætur einsog hann finni ekki til þessa reginmunar. Versta meinsemd rangsnúinnar óhlutdrægni af þessu tæi er sú, að hún er ekki öll þar sem hún sýnist. Slík gervi-óhlutdrægni er ekkert annað en yfirvarp hugsunar, sem er afturhaldssöm og andsnúin framförum. Af þessum rótum er yfirborðshlutlægni objektívismans runnin. - Þar er hlutlægnin framreidd sem tíundun ákveðinna skoðana og afstæðna. Marxismanum er einungis lýst sem hverju öðru viðhorfi eða fræðilegum möguleika sem unnt sé að grípa til við ákveðnar aðstæður. Allar kenningar eru þannig settar undir sama hatt og þarsem það þó gerir vart við sig í objektívismanum, að ein kenning sé tekin framyfir aðra, þá á það ekki við um hinn raunverulega marxisma, sem byggist á samhæfingu fræðikenningar og starfs. Objektív- isminn er því svarinn óvinur hlutlægninnar, því raunveruleg hlutlægni er í eðli sínu hlutdræg. Hún endurspeglar þá vígstöðu sem er ríkjandi í hinni hlutlægu veröld. Þessháttar vígstaða kemur einnig í ljós, þegar horft er aftur til fortíðarinnar, svo framt sem sagan er ekki firrt eðli sínu og um hana fjallað sem einhverskonar varning eða forngripasafn. Það myndi þýða, að hlutlægnin næði ekki lengur til þess sem varðar eftirkomendurna mestu, en það er sú framtíð sem lesa má útúr fortíðinni. Látum því hina dauðu grafa sína dauðu, vísindin lifa eftir sem áður. Það sem mestu varðar nú er að öðlast þekkingu á þeirri verðandi sem á sér stað fyrir augum okkar. Til að svo megi verða þarf skilningur okkar að vera rauður. Sú hlutdrægni sem aftur er orðin lifandi þátlur vísindanna, sú djúp- tæka upplýsing sem orðið hefur, þetta er það sem við köllum marxisma. Marxisminn reynir ekki að draga neinskonar dulu yfir þjóðfélagslegan vilja sinn og þann blýfasta ásetning að fá vilja sínum framgengt. Þetta eitt skilur marxíska hlutdrægni frá vanhugsaðri hlutdrægni fyrri tíma, jafnvel þótt um framfarasinnaða hlutdrægni hafi verið að ræða. I fyrsta sinn er hlut- drægnin skýrt meðvituð um sjálfa sig, og það sem ekki er minna um vert: 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.