Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 69
Hlutdrœgni vísindanna
arverks síbreytilegrar verðandi. Það er margt, sem fræðimenn eru ekki á
eitt sáttir um. Þó greinir enga á um það, hvort skuli verða ofaná, þegar
eigast við hugmyndafræði, sem orðinn er fjandsamleg manninum og þekk-
ing sem er þess umkomin að uppfylla einn elsta og fegursta draum mann-
kynsins. Vísindin fæla sjálf alla hálfvelginga frá sér. Þekking á því, sem
máli skiptir, er ekki fólgin í sambræðslu hugmynda úr ýmsum áttum. Slík
þekking kallar á það, að kveðinn sé upp dómur. Það er ekki unnt að ræða
möguleika á vali milli þess sem flett hefur verið ofanaf sem ósannindum og
liins sem komið hefur í Ijós, að er blákaldur sannleikur. Það er lítilsigldur
hugsuður sem lætur einsog hann finni ekki til þessa reginmunar. Versta
meinsemd rangsnúinnar óhlutdrægni af þessu tæi er sú, að hún er ekki öll
þar sem hún sýnist. Slík gervi-óhlutdrægni er ekkert annað en yfirvarp
hugsunar, sem er afturhaldssöm og andsnúin framförum. Af þessum rótum
er yfirborðshlutlægni objektívismans runnin. - Þar er hlutlægnin framreidd
sem tíundun ákveðinna skoðana og afstæðna. Marxismanum er einungis
lýst sem hverju öðru viðhorfi eða fræðilegum möguleika sem unnt sé að
grípa til við ákveðnar aðstæður. Allar kenningar eru þannig settar undir
sama hatt og þarsem það þó gerir vart við sig í objektívismanum, að ein
kenning sé tekin framyfir aðra, þá á það ekki við um hinn raunverulega
marxisma, sem byggist á samhæfingu fræðikenningar og starfs. Objektív-
isminn er því svarinn óvinur hlutlægninnar, því raunveruleg hlutlægni er í
eðli sínu hlutdræg. Hún endurspeglar þá vígstöðu sem er ríkjandi í hinni
hlutlægu veröld. Þessháttar vígstaða kemur einnig í ljós, þegar horft er
aftur til fortíðarinnar, svo framt sem sagan er ekki firrt eðli sínu og um hana
fjallað sem einhverskonar varning eða forngripasafn. Það myndi þýða, að
hlutlægnin næði ekki lengur til þess sem varðar eftirkomendurna mestu, en
það er sú framtíð sem lesa má útúr fortíðinni.
Látum því hina dauðu grafa sína dauðu, vísindin lifa eftir sem áður. Það
sem mestu varðar nú er að öðlast þekkingu á þeirri verðandi sem á sér stað
fyrir augum okkar. Til að svo megi verða þarf skilningur okkar að vera
rauður. Sú hlutdrægni sem aftur er orðin lifandi þátlur vísindanna, sú djúp-
tæka upplýsing sem orðið hefur, þetta er það sem við köllum marxisma.
Marxisminn reynir ekki að draga neinskonar dulu yfir þjóðfélagslegan vilja
sinn og þann blýfasta ásetning að fá vilja sínum framgengt. Þetta eitt skilur
marxíska hlutdrægni frá vanhugsaðri hlutdrægni fyrri tíma, jafnvel þótt
um framfarasinnaða hlutdrægni hafi verið að ræða. I fyrsta sinn er hlut-
drægnin skýrt meðvituð um sjálfa sig, og það sem ekki er minna um vert:
59