Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 93
Hamingja í íslenzkum fornsögum
skyldum mannsins að leita hamingjunnar, en hún er í því fólgin að girnast
eitthvað, sem er lofsvert og gott, og hvika síðan aldrei frá settu marki. Menn
verða í fyrsta lagi að kunna skil góðs og ills, í öðru lagi að hafa vilja til að
sækjast eftir því, sem gott er, og einnig stöðuglyndi að gefast ekki upp fyrr
en þeir hafa náð því góða marki, sem þeir hafa sett sér. Óhamingja felst ann-
ars vegar í því að girnast eitthvað, sem er ekki gott, og hins vegar að hætta
við að ná góðu marki.
Samkvæmt Ágústínusi er hamingjuleitin háð vilja mannsins, en viljinn
stjórnast af ást mannsins, hvort sem um er að ræða ást á sjálfum sér, öðru
fólki, peningum, frægð eða hverju sem er. Allir verða að unna einhverju,
enda er litið á ást manna á svipaða lund og þyngdarlögmálið, að hún hlýtur
alltaf að vera til staðar. í íslenzku þýðingunni á ritinu eftir Hugó frá Sankti
Viktor, sem ég nefndi áðan, segir meðal annars um þetta efni: „Veit ég að
enginn má við ástarleysi búa; æ verður minnsta lagi sjálfum sér að unna, og
mætti þann þó varla mann kalla, er svo hefði mennsku fyrirlátið, að við sig
einn hefði elsku en við engan annan.“ Og Ágústínus segir: „í hverri sál, eins
og í hverjum hlut, er einhver þungi, sem sífellt dregur hana og hreyfir í
ákveðna átt, unz hún finnur sér náttúrlegan stað, og það er þessi þungi,
sem við köllum ást.“ Svipuð hugmynd kemur fram í orðtakinu íslenzka
„Þangað veltur sem vill.“
Hamingja er því hluti af kerfi, þar sem vilji mannsins, ást og hvatir eru
virk öfl. En hamingjan hlýtur einnig að vera háð höfuðdyggðunum fjórum:
hófsemi, réttlœti, vizku og hugrekki. Um suma ógæfumenn í sögunum er það
beinlínis tekið fram, að þeir hafi verið ofsamenn og ekki kunnað sér hóf, og
eitthvert frægasta dæmi slíks er að finna í Grettis sögu, þar sem svo er kom-
izt að orði, að eitt sé hvort gæfa eða gjörvileikur. En Grettir er ekki einungis
ofsamaður, heldur sýnir hann einnig af sér mikið þolleysi, er hann átti að
hreinsa sig af þeim áburði, að hann hefði myrt Þórissonu, en þá getur hann
ekki stillt skapi sínu og slær piltinn, sem fer að stríða honum í kirkjunni.
Fyrir bragðið er hann dæmdur sekur skógarmaður fyrir glæp, sem hann
hafði ekki unnið. Viðar kemur það fyrir í sögunum, að ógæfa hljótist af
hófleysi, og verður þó þetta dæmi látið nægja, en skilningur Grettis sögu á
stöðu hugtaksins ógæfa í kerfi siðfræðinnar kemur alveg heim við evrópskar
hugmyndir. Auðvelt væri að benda á dæmi þess, að skortur á höfuðdyggð-
unum réttlæti og hugrekki leiði til ógæfu í sögunni. Sambandið á milli gæfu
og fjórðu höfuðdyggðarinnar, vizku, kemur skýrt fram í Ólafs sögu helga:
„Gæfumaður ertu mikill, Sighvatur, og er það eigi undarlegt, þótt gæfa
83