Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 106
Tímarit Máls og menningar ingu og samhljóma í heimi huga og hugtaka, þann sálræna veruleik, að heild- in er meiri en allir þættir hennar samanlagðir, „frumlur kerfisins“. Höfundur skrifar: „Prófsteinn veruleikans eru athafnir mannlegs lífs. Það eru tengsl fyrirbærisins í sam- liengi náttúrulögmálanna, sem ákvarða veruleik þess. Og það er traust vort á gildi náttúru- lögmálanna, sem gefur reynslu vorri gildi og gerir oss mögulegt að álykta í órofa einingu aðleiðslu og afleiðslu. Því eins og ályktunin liefur aðeins gildi á grundvelli beinnar reynslu, eins fær reynslan gildi sitt vegna þess, að vér getum ályktað. Ef vér treystum ekki á gildi náttúrulögmálanna, væru brunarústirnar [sem höf. hefur áður valið sem dæmi] engin sönnun fyrir hlutveruleika brunans. Traust vort á þekkt náttúrulögmál er forsendan fyrir þeirri ályktun, að húsbruninn hafi átt sér stað. Og ef vér getum ekki fellt þann ályktunardóm, væri hin „beina reynsla“ vor, er vér sjáum rústirnar, einskis virði. „Bein reynsla" og ályktun eru því tæki vor í þekkingaröfluninni og verða ekki aðskilin, hafa aðeins gildi sem eining. Traust vort á náttúrulögmálunum, sem gerir oss fært að álykta, er tjáð í hinni svokölluðu aðleiðslureglu. Aðleiðslureglan er fólgin í því, að út frá nokkrum tilfellum, eða öllum athuguðum tilfellum, tökurn vér oss rétt til að álykta um öll samskonar tilfelli. ... Án þess að aðleiðslureglan hafi gildi, hefur reynsla vor ekki almennt gildi. Vér getum ekki ályktað um hlutveruleik húsbrunans í fyrrnefndu dæmi, nema aðleiðslureglan hafi gildi. Aðleiðslureglan er blátt áfram tjáning á trausti voru á gildi náttúrulögmálanna." Forn og ný vandamál, bls. 45-47. ... „Kenning hinnar mekanísku efnishyggju ... dregur ályktanir sínar út frá þeirri for- sendu, að heimurinn sé samsettur úr algerum frumeindum með eigindum, sem séu óum- breytanlegar og ákvarðanlegar í eitt skipti fyrir öll og algerlega þekkjanlegar ... Þetta er í algerri mótsögn við þá þekkingu, sem vér höfum af efnisheiminum í dag. Atómið, sem einu sinni var talið óumbreytanleg frumeind, er nú orðið heill lieimur með sínum innri lögmálum.“ „Frelsið er ekki fólgið í „frelsi" undan lögmálum tilverunnar, heldur í innsýn í þessi lögmál, samfara vitundinni um það, að möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Innsýnin í lögmál veruleikans er ekki innsýn áhorfanda, sem er utan við atburðarásina, heldur er innsýnin þáttur í sjálfri atburðarásinni. Ef þekking vor á lögmálum gerir oss fært að segja fyrir um óorðna hluti þá breytist atburðarásin, vér breytum henni. Að svo miklu leyti sem atburðarásin getur verið á valdi mínu, er þekking á framtíðinni ekki aðeins vitneskja um það, sem gerast mun, heldur vald á því hvað gerast muni. Atburður verður að athöfn. Vitneskja, vilji og atburðarás verða óaðskiljanleg eining. Viljinn verður lögmál og lögmálið vilji. ... Atburðarásin verður vituð og viljuð. Viljafrelsi og lögmál eru ekki mótsögn, þannig að hvort útiloki annað, heldur eining.“ Forn og ný vandamál, bls. 111-114. Allur er þessi rökferill höfundar bjartur og öruggur. Hann byggir hús sitt á bjargi. Hann slær því föstu í þessari fyrstu bók sinni, að hlutveruleiki sé raunveruleiki, sem eigi sér tilvist óháða vitund mannsins. En jafnframt talar hann um ótakmarkaSa möguleika, og gefur meS því í skyn, aS hægt mun aS 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.