Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 106
Tímarit Máls og menningar
ingu og samhljóma í heimi huga og hugtaka, þann sálræna veruleik, að heild-
in er meiri en allir þættir hennar samanlagðir, „frumlur kerfisins“.
Höfundur skrifar:
„Prófsteinn veruleikans eru athafnir mannlegs lífs. Það eru tengsl fyrirbærisins í sam-
liengi náttúrulögmálanna, sem ákvarða veruleik þess. Og það er traust vort á gildi náttúru-
lögmálanna, sem gefur reynslu vorri gildi og gerir oss mögulegt að álykta í órofa einingu
aðleiðslu og afleiðslu. Því eins og ályktunin liefur aðeins gildi á grundvelli beinnar
reynslu, eins fær reynslan gildi sitt vegna þess, að vér getum ályktað. Ef vér treystum
ekki á gildi náttúrulögmálanna, væru brunarústirnar [sem höf. hefur áður valið sem
dæmi] engin sönnun fyrir hlutveruleika brunans. Traust vort á þekkt náttúrulögmál er
forsendan fyrir þeirri ályktun, að húsbruninn hafi átt sér stað. Og ef vér getum ekki fellt
þann ályktunardóm, væri hin „beina reynsla“ vor, er vér sjáum rústirnar, einskis virði.
„Bein reynsla" og ályktun eru því tæki vor í þekkingaröfluninni og verða ekki aðskilin,
hafa aðeins gildi sem eining. Traust vort á náttúrulögmálunum, sem gerir oss fært að
álykta, er tjáð í hinni svokölluðu aðleiðslureglu. Aðleiðslureglan er fólgin í því, að út
frá nokkrum tilfellum, eða öllum athuguðum tilfellum, tökurn vér oss rétt til að álykta
um öll samskonar tilfelli. ... Án þess að aðleiðslureglan hafi gildi, hefur reynsla vor ekki
almennt gildi. Vér getum ekki ályktað um hlutveruleik húsbrunans í fyrrnefndu dæmi,
nema aðleiðslureglan hafi gildi. Aðleiðslureglan er blátt áfram tjáning á trausti voru á
gildi náttúrulögmálanna." Forn og ný vandamál, bls. 45-47.
... „Kenning hinnar mekanísku efnishyggju ... dregur ályktanir sínar út frá þeirri for-
sendu, að heimurinn sé samsettur úr algerum frumeindum með eigindum, sem séu óum-
breytanlegar og ákvarðanlegar í eitt skipti fyrir öll og algerlega þekkjanlegar ... Þetta
er í algerri mótsögn við þá þekkingu, sem vér höfum af efnisheiminum í dag. Atómið,
sem einu sinni var talið óumbreytanleg frumeind, er nú orðið heill lieimur með sínum
innri lögmálum.“
„Frelsið er ekki fólgið í „frelsi" undan lögmálum tilverunnar, heldur í innsýn í þessi
lögmál, samfara vitundinni um það, að möguleikarnir eru ótakmarkaðir.
Innsýnin í lögmál veruleikans er ekki innsýn áhorfanda, sem er utan við atburðarásina,
heldur er innsýnin þáttur í sjálfri atburðarásinni. Ef þekking vor á lögmálum gerir oss
fært að segja fyrir um óorðna hluti þá breytist atburðarásin, vér breytum henni. Að svo
miklu leyti sem atburðarásin getur verið á valdi mínu, er þekking á framtíðinni ekki
aðeins vitneskja um það, sem gerast mun, heldur vald á því hvað gerast muni. Atburður
verður að athöfn. Vitneskja, vilji og atburðarás verða óaðskiljanleg eining. Viljinn verður
lögmál og lögmálið vilji. ... Atburðarásin verður vituð og viljuð. Viljafrelsi og lögmál
eru ekki mótsögn, þannig að hvort útiloki annað, heldur eining.“
Forn og ný vandamál, bls. 111-114.
Allur er þessi rökferill höfundar bjartur og öruggur. Hann byggir hús sitt
á bjargi. Hann slær því föstu í þessari fyrstu bók sinni, að hlutveruleiki sé
raunveruleiki, sem eigi sér tilvist óháða vitund mannsins. En jafnframt talar
hann um ótakmarkaSa möguleika, og gefur meS því í skyn, aS hægt mun aS
96