Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 111
Um heimspekirit Brynjólfs Bjarnasonar punktum tímarúmsins og hið hlutverulega horf hennar. ... Reyni maður að hugsa út fyrir sjálfs sín takmörk, verður það engin raunhæf hugsun. Samt sem áður ásækir þessi hugsun alla þá, sem af dýpstu alvöru reyna að gera sér grein fyrir tilverunni. ... Hugsun, sem í rauninni verður ekki hugsuð í orðsins fullu merkingu, verður eigi að síður hugsunar- nauðsyn..... Er þetta þá nokkur hugsun, sem reynir að ná tökum á því, sem er utan þeirra tak- marka, er mannlegri hugsun eru sett? í vissum skilningi er engin hugsun og allra sízt heimspekileg hugsun möguleg, nema hún fari út fyrir takmörk sín. Vér hugsum og álykt- um á grundvelli þeirrar þekkingar, sem reynsla vor veitir oss. Þessi reynsla á rót sína að rekja til veruleika, sem er óháður oss sjálfum. Vér vitum að hann er til, það er frum- forsenda þess, að vér getum hugsað og aflað oss þekkingar. ... Samt sem áður er þessi reynsla ekki hlutveruleikinn, heldur reynsla vitundar vorrar. Þessi reynsla veitir oss þannig vitneskju um það, sem er utan takmarka vitundar vorrar, enda þótt þessi vitn- eskja sé sjálf annarrar veru en hlutveruleikinn, er hún veit. Þekking vor vísar því með nokkrum hætti æfinlega út fyrir takmörk sín. Hugtök vor um óendanleika í tíma og rúmi gera það sér í lagi. Þau eiga rót sína í endanlegri reynslu vorri, því að í henni speglast óendanleikinn og eilífðin með nokkrum hætti. Hin takmark- aða reynsla vor vísar út fyrir sjálfa sig, og sú vísun hefur sitt gildi jafnt fyrir það, að vér getum aldrei gert oss fullgilda mynd af því, sem er annarrar veru en sá efniviður, er myndin er gerð úr. Mörg hinna altækustu og sértækustu hugtaka vorra ná langt út fyrir takmörk ímyndunaraflsins. Með tilstyrk þeirra getum vér náð skilningstökum á vissum þáttum veruleikans, sem ímyndunaraflið getur ekki gert sér neina hluttæka mynd af.“ Á mörkum mannlegrar þekkingar, bls. 172-174. Þannig varpar höfundur kastljósi hugans á viðfangsefnið með slíku afli, að hið flókna og margslungna viðfangsefni verður skemmtilega ljóst. Útsýn- ið víkkar, ný skynsvæði blasa við. Röksnilligáfan kastar ljósi sínu út yfir takmörk rökskýringanna, á lítt rannsakanlega vegi sjálfsverunnar, þeirrar sjálfsveru og alveru, sem áorka einu og öðru án þess að tilveruhorfin verði rökskýrð með viðbrögðum hugsunarinnar. Hugur höfundar er bjartur og máttugur, og höfundurinn hugsar af öllu afli. Hlustar og rýnir af innstu þrá, þess vegna skynjar hann hið eilífa ljós handan allra efnistjalda. Hann nær ótrúlegum skilningstökum á lögmáli ein- ingarinnar. Því öflugra sem framlag einstaklingsins er til þess að skilja það sem skiljanlegt er, því bjartari og framsýnni verða hugboð hans um tilvist andans handan strangvísindalegra greininga. Skilningstök hugans á vissum þáttum veruleikans, sem ímyndunaraflið getur ekki gert sér hluttæka mynd af, er aðlöðunarhæfni hans að víðernum hinnar æðri skynjunar, sem aðrir kjósa að nefna gagntakandi tilfinningalega sannfæringu fyrir einingu alls sem er. En hvorttveggja er í eðli sínu huganin gegnum „skráargatið“, sýnin gegnum „nálaraugað“. En hvað sem tilfinningalegri sannfæringu líður, þá 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.