Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 112
Tímarit Máls og menningar er það hér sem einbeiting rökhugsunarinnar nær sínu hæsta stigi. Huganin nær upp yfir fjöllin háu, ný víðerni, stærri sýn blasir við. Röksnilligáfunni er beitt svo vel og vandlega, að unun er að. Sannleiksþráin er kveikja verksins, aflvaki þess. Þekkingarþrá og sannleiksskyggni skýra einingartengsl sjálfs- veru og alveru. — Hvað er fegurð? Þeirri spurningu hafa margir svarað, og svörin verið harla margbreytileg. Brynjólfur Bjarnason svarar spurningunni þannig: „Fegurðin er vaki mannlegra tilfinninga, sem er annarrar veru en allar aðrar mannlegar tilfinningar og kenndir. Fegurðin er vituð sem tilfinning. Og tilfinningu í sjálfs sín veru er ekki hægt að mæla eða vega né lýsa henni, nema á óbeinan hátt með því að vekja hana í huga annarra manna ... Til þess að vita hvað fegurð er, þurfum vér að lifa hana.“ Vitund og verund, blaðs. 103-104. Þessi umsögn og skilgreining á hugtakinu fegurð, er svo innsæ, gagntak- andi og hugþekk, að óvíst er að unnt sé að gera hugtakinu öllu betri skil í fáum orðum. Um gildi fegurðar má margt segja. Höfundur skrifar: „Með tilkomu fegurðarinnar verður stökk í þróunarsögu vitundarinnar til nýs tilveru- háttar. Ný andleg eigind verður til.“ (Vitund og v. bl. 108) ... „Fegurðin er samband og samverkan manns og umhverfis, verund, sem felur í sér einingu manns og náttúru, eða hvers þess ylri veruleika, sem er kveikja hennar. Þetta sérstæða samband og samverkan manns og umhverfis er hlutveruleiki. Fegurðin hefur því hlutverulega tilvist jafnframt því, sem hún er öðrum þræði vitundarfyrirbæri. Hún er eining vitundar og verundar. Vitúð verund. Vituð með sérstökum hætti.“ Vitund og verund, blaðs. 117. Eftir að höfundur hefur gert nokkra grein fyrir þeim kenndum, sem eru stjórntæki á sviði hinna frumstæðu lífsþarfa, segir hann: „í fegurðarskyninu birtist samband og samverkan manns og náttúru, sem er af allt öðr- um toga. Hér er enginn stigsmunur, heldur eðlismunur. Það er dýpra samband manns og náttúru, dýpri og innilegri eining mannlegrar vitundar og veruleikans. Eitthvað, sem er handan hinna frumstæðu lífsþarfa, nær huga vorum, ný horf og nýjar eðliseigindir til- verunnar komast yfir skör mannlegrar vitundar ... Vér verðum eitt með náttúrunni og náttúran eitt með oss. Það er eins og opinberun um hlutdeild mannsins í þessum heimi, um einingu hans og alls, sem er, og jafnframt um gildi þess, gildi þessarar hlutdeildar og hans sjálfs, gildi, sem ekki verður með orðum lýst eða við annað mælt, vegna þess að fegurðin er einstök í lífi mannsins ... Fegurðartilfinningin er áþreifanlegasta vísbend- ingin um þetta gildi. Hún er fagnaðarerindi mannlegs lífs. Það eru djúpstæð tengsl milli fegurðar- og siðgæðisvitundar. Mannlegt siðgæði er ó- hugsandi nema forsenda þess, meðvituð eða ómeðvituð, sé fullvissan um varanlegt gildi mannlegs lífs. í allri djúpri og sannri fegurðartilfinningu er eins og siðgæðisleg sam- skipti vor við þann heim, sem vér lifum í, verði að sjálfsögðum lilut. Og siðgæðisleg tign mannsins er af ríki hinnar æðstu fegurðar." Vitund og verund, bls. 127-129. 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.