Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 46
Tímarit Máls og menningar
Kokkurinn kemur í heimsðkn
Þegar ég er kominn um borð aftur heimsækir kokkurinn mig í klefann
minn. Hann vinnur óskaplega mikið, 18 klst. á dag. Þegar hann er ekki í
eldhúsinu að búa til valda rétti handa farþegum á öðru farrými eða í
hitaklefanum að sækja þeim nýsoðið vatn, þá er hann í útsýnisstofunni
sem leiðsögumaður landa sinna. Hann kann örnefni og sögu hvers einasta
staðar sem við förum framhjá svo unun er á að hlýða.
Að loknum öllum skylduspurningum, hve marga bræður og systur við
eigum o.s.frv., heldur hann yfir mér smátölu um lífsspeki sína. í öllum
þjóðfélögum er til bæði „uppi“ og „niðri“, útskýrir hann. Það eru til
menntamenn og venjulegt vinnandi fólk. En enginn er öðrum fremri.
Hann er sjálfur upprunninn í bændafjölskyldu, en það skiptir engu máli,
er það? Einhver verður að vinna þau störf! Síðan hvetur hann mig til að
fara snemma að sofa — mínútu seinna endurtekur hátalarinn hvatning-
una — og dregur sig í hlé.
Þegar ég kem út næsta morgun hristir útsýnið af mér svefndrungann
eins og kinnhestur. Fljótið breiða er orðið að beljandi flaumi í þröngri rás
milli lóðréttra klettaveggja. Þetta eru fjallagilin sem Han Suyin lýsir svo
vel í „Kræklótta trénu“. Aður fyrr urðu þau hinsta gröf margra sjómanna
og enn eru þau ekki hættulaus. Fyrr á timum voru skipin dregin fyrir
handafli af stórum sveitum dráttarmanna upp fljótið á þessum kafla. Nú
má notast við kröftuga vél. Skipið dansar áfram í ólgandi straumnum.
Stýrimaðurinn beygir til skiptis til beggja handa til að forðast sker sem
birtast skyndilega. Eg þýt um og tek myndir — öllum um borð til
mikillar skemmtunar. (Eg er þegar orðinn frægur um borð. Hvar sem ég
geng um skipið heyri ég fólk segja hvað við annað: „Hann er frá
Danmörku þessi. Hann skilur kínversku").
Eg sest inn í útsýnisstofuna, tilbúinn undir rabb dagsins. Það er miklu
auðveldara en fyrir nokkrum árum. Margir Kínverjar hafa raunverulegan
áhuga á að komast í samband við útlendinga og þeir leggja hart að sér til
þess að skilja hugsunarhátt okkar. Það eina sem þarf að gera er að setjast
niður með bók í hendi; áður en tvær mínútur eru liðnar kemur einhver
og spyr hvaða bók þetta sé. Það er bara átylla til að koma af stað
420