Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 105
Hans Scherfig hatt og telja sögu Teodórs Amsted fullorðins framhald af skáldsögunni um skólaár hans. Atburðarásin í Fulltrúanum sem hvarf er í stuttu máli sú að friðsamur embættismaður, sem lifir venjubundnu borgaralegu lífi, flýr frá konu sinni, barni og stöðu og sest að uppi í sveit undir fölsku nafni. Hann skiptir um hlutverk við gamlan skólafélaga sem er orðinn þreyttur á tilverunni og lætur lita svo út sem hann hafi svipt sig lífi. En allt kemst upp, Amsted er stungið inn, dæmdur fyrir svik. Þegar hann hefur afplánað refsingu sína hefur hann svo mikla óbeit á lífinu utan fangelsismúranna að hann snýr þangað aftur og játar að hafa myrt skólabróður sinn. Nú getur hann eytt því sem eftir er ævinnar i fangelsi þar sem allt er í föstum skorðum. Saga Teodórs Amsted er frásögn af þeim tómleika og skorti á persónulegri sjálfsvitund sem leiðir af borgaralegri tilveru. Segja má að það sé einmitt skólagaaga hans í menntastofnun þar sem valdið ræður ríkjum sem sé orsök þess að hann sem fullorðinn tekur ósjálfstæði og einhæfni fram yfir frelsi. Með þessum tveimur skáldsögum hefur Hans Scherfig sýnt fram á að borgaralegt uppeldi geri fórnarlömb sín langbest hæf til að lifa — í fangelsi. Skoðaðar sem þróunarsögur eru bækurnar ádeila á hug- myndir borgarastéttarinnar um einstaklingsmenntun sem þær afhjúpa sem skilyrðislausa aðlögun að sjúku þjóðfélagi. Þjóðfeíagsmynd sögunnar Enda þótt Vanrcekt vor gerist í þröngum heimi skólans má segja að hún gefi sýn til þjóðfélagsins. Bæði er skólanum lýst sem litlu þjóðfélagi út af fyrir sig og svo er líka heimur utan skólans. Scherfig skapar náin tengsl milli þessara tveggja þjóðfélagsmynda bókarinnar með því að sýna hvernig kúgunarkerfi skólans elur nemendurna upp svo þeir geti seinna innt af hendi hlutverk sitt sem kúgarar í hinu borgaralega þjóðfélagi. Jafnt í lýsingunni á heimi skólans sem og í hinum fáu svipmyndum sem höfundurinn bregður upp af þjóðfélaginu utan hans sýnir hann andstæðurnar milli þeirra sem er stjómaó annars vegar: nemenda skólans, undirsáta yfirlæknisins og sjúklinga, sakborninga dómarans, sóknarbarna prestsins — og stjómendanna hins vegar: kennara og valdsmanna. Einkenni þeirra sem er stjórnað eru þau að þeir þekkja hvorki sjálfa sig né aðra. Þeir fylgja reglum kerfisins í blindni og beygja sig undir takmarkanir á frelsi sínu. Hins vegar einkennast stjórnendurnir af stéttarhroka og valdbeitingu sem stundum nálgast hreina harðstjórn. Gömlu stúdentarnir nítján eru bæði stjórnendur og fórnarlömb. Með því að notfæra sér áhrifamiklar stöður sínar í þjóðfélaginu hafa 479
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.