Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 47
Steve Canyon öllum gamanmyndum frá Hollywood. Þetta er lögregluþjónnfww fremur en bara einhver lögregluþjónn: Lögin sem Vinur. Samtalið hljómar svona: „Nei, þetta er Steve Canyon! Systir mín í Shannon skrifaði mér að þér hefðuð heimsótt hana sjálfur.“ — „Víst gerði ég það, og henni líður vel.“ Þegar lögregluþjónninn þakkar Steve (sem hann nefnir kumpánlega Stevie) fyrir að hafa sýnt systur sinni vinsemd, sýnir það að söguhetjan er í vinfengi við lög og reglu og góður náungi. Annar myndrammi. Steve er greinilega staddur við inngang að stórhýsi. Þar hittir hann fyrir dyravörð. Samband Steve við dyravörðinn er eins og við lögregluþjóninn. En þar sem lögregluþjónninn var fulltrúi yfirvaldanna er dyravörðurinn bara hann sjálfur; þegar Steve sýnir honum einnig vingjarn- legt viðmót er það vegna þess að samskipti hans við annað fólk eru ekki úthugsuð heldur vingjarnleg af sjálfu sér. „Gaman að sjá yður aftur, herra Canyon. Strákurinn minn fékk minjagripinn sem þér senduð honum frá Egyptalandi.“ Steve er sem sagt barngóður og hann ferðast til fjarlægra ævintýralegra landa. Stutt svar hans, „gott!“ sýnir að hann er vinsamlegur en lítið fyrir að láta tilfinningar í ljós. Það má líka skilja á orðum dyravarðar- ins að Steve sé nýkominn heim eftir langa fjarvist. Þriðji myndrammi. Úr þessum myndramma má lesa meira en nokkrum hinna. Ekki kemur skýrt fram hvað Steve hefur hafst að meðan hann var í burtu. Jafnóljóst er samband hans við blinda manninn við söluborðið. — „Tilkynni, kominn aftur herra liðþjálfi!“ segir Steve, en hinn svarar: „Cany- on höfuðsmaður. Þér höfðuð víst í nógu að snúast fyrir mig í þessari ferð! Eg er hérna með peningana sem þér fáið út úr þessu ... Þér munuð ekki iðrast þess að hafa hjálpað mér við þessi viðskipti.“ Þeir hafa sem sagt átt einhver viðskipti sem hafa verið ábatasöm. Canyon tengist nú fjármálum sem einhver óvissa fylgir. Rétt er líka að taka eftir að hann er nefndur 397
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.