Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 51
Steve Carvyon
vissu leyti í skuggann fyrir tælandi erótískri ímynd úr heimi kvikmyndanna;
það efnahagslega vald sem hún er fulltrúi fyrir er hér táknað með ytri
glæsileika, ýkjum og tilfinningu fyrir hinu ósennilega. Copper Calhoon er
ósennileg af því að við eigum á svipstundu að sjá að hún er ótvírætt tákn um
drottnun, þokka, frægð og óheiðarleika. Þess vegna þarf hefðbundið og ýkt
táknmál til að tryggja að hún sé á augabragði lesin á réttan hátt, en það er
aftur forsenda fyrir því að samtal Steve og ritara hennar sé skilið réttum
skilningi: „Hr. Canyon. Ungfrú Copper Calhoon vill hagnýta sér starfs-
krafta yðar. Gjörið svo vel að koma án tafar heim til ungfrú Copper
Calhoon.“ „En hvað ef ég kæri mig nú ekki um að ganga í þjónustu ungfrú
Calhoon?"
Níundi myndrammi. Ritarinn virðist hafa stirðnað upp af undrun. Eins og
sjá má er undrun hans tjáð með þrennum hætti, þó allt beri að sama brunni:
í teikningunni, hugsuninni, og hljómnum. Undrunin birtist í talinu sem
venjuleg sálfræðileg stílfærsla. Inntak myndarinnar er látið í ljós með
venjubundnum hætti: „Herra Canyon, fólk neitar ekki þegar ungfrú Copp-
er Calhoon kallar það fyrir sig.“ Einkaritarinn er furðu lostinn yfir svo
fáránlegu háttalagi og getur ekki annað en vísað til þeirrar venju sem hér
hefur verið brotin á ruddalegasta hátt. Meira máli skiptir þó hvernig
áherslurnar í máli einkaritarans eru sýndar (það er gert með feitu letri og
hljóðáhersla þannig flutt yfir í myndáherslu), svo ekki sé minnst á þá
tilgerðarlegu hneykslun sem sést í framburði orðsins „herra“. Því er skipt í
tvö atkvæði og það fyrra undirstrikað. Þetta prentlistarbragð tjáir geðshrær-
ingu, æstar tilfinningar, um leið og það gefur til kynna ákveðinn framburð.
Þessi tjáningaraðferð er talin skipta miklu máli hér, af því að við erum með í
huga „óspilltan“ lesanda, sem er eins konar vinnutilgáta okkar; í raun og
veru er þetta ósköp friðsamleg tjáningaraðferð sem sérhver vanur
teiknimyndalesandi skilur á augabragði. Enn gefur myndin tvenns konar
upplýsingar. Annars vegar er hæðnislegt svar Steves: „Og ég sem hef alltaf
haldið að ég væri fólk! Sælinú, herra Doozie!“ (Maður tekur eftir að nafn
viðmælandans er afbakað og kveðjan óformleg). Hinar upplýsingarnar
varða Copper. Hún birtist hér enn skýrar en áður sem gáfuð kona og auðug,
hún hlustar á samtalið í aukaheyrnartóli og er fullkomlega með á nótunum.
Hér er mynd hennar nákvæmari en í fyrra skiptið: löng sígaretta, svartir
hanskar, mikið máluð, allt undirstrikar óheillaeinkenni hennar.
Tíundi myndrammi. Hér bætir Steve gráu ofan á svart með nýrri ósvífni.
Ramminn birtir bersýnilega niðurlag samtalsins (maður verður að gera ráð
fyrir einhverjum þýðingarlitlum tilsvörum inn á milli); Steve segir: „Herra
401