Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 51
Steve Carvyon vissu leyti í skuggann fyrir tælandi erótískri ímynd úr heimi kvikmyndanna; það efnahagslega vald sem hún er fulltrúi fyrir er hér táknað með ytri glæsileika, ýkjum og tilfinningu fyrir hinu ósennilega. Copper Calhoon er ósennileg af því að við eigum á svipstundu að sjá að hún er ótvírætt tákn um drottnun, þokka, frægð og óheiðarleika. Þess vegna þarf hefðbundið og ýkt táknmál til að tryggja að hún sé á augabragði lesin á réttan hátt, en það er aftur forsenda fyrir því að samtal Steve og ritara hennar sé skilið réttum skilningi: „Hr. Canyon. Ungfrú Copper Calhoon vill hagnýta sér starfs- krafta yðar. Gjörið svo vel að koma án tafar heim til ungfrú Copper Calhoon.“ „En hvað ef ég kæri mig nú ekki um að ganga í þjónustu ungfrú Calhoon?" Níundi myndrammi. Ritarinn virðist hafa stirðnað upp af undrun. Eins og sjá má er undrun hans tjáð með þrennum hætti, þó allt beri að sama brunni: í teikningunni, hugsuninni, og hljómnum. Undrunin birtist í talinu sem venjuleg sálfræðileg stílfærsla. Inntak myndarinnar er látið í ljós með venjubundnum hætti: „Herra Canyon, fólk neitar ekki þegar ungfrú Copp- er Calhoon kallar það fyrir sig.“ Einkaritarinn er furðu lostinn yfir svo fáránlegu háttalagi og getur ekki annað en vísað til þeirrar venju sem hér hefur verið brotin á ruddalegasta hátt. Meira máli skiptir þó hvernig áherslurnar í máli einkaritarans eru sýndar (það er gert með feitu letri og hljóðáhersla þannig flutt yfir í myndáherslu), svo ekki sé minnst á þá tilgerðarlegu hneykslun sem sést í framburði orðsins „herra“. Því er skipt í tvö atkvæði og það fyrra undirstrikað. Þetta prentlistarbragð tjáir geðshrær- ingu, æstar tilfinningar, um leið og það gefur til kynna ákveðinn framburð. Þessi tjáningaraðferð er talin skipta miklu máli hér, af því að við erum með í huga „óspilltan“ lesanda, sem er eins konar vinnutilgáta okkar; í raun og veru er þetta ósköp friðsamleg tjáningaraðferð sem sérhver vanur teiknimyndalesandi skilur á augabragði. Enn gefur myndin tvenns konar upplýsingar. Annars vegar er hæðnislegt svar Steves: „Og ég sem hef alltaf haldið að ég væri fólk! Sælinú, herra Doozie!“ (Maður tekur eftir að nafn viðmælandans er afbakað og kveðjan óformleg). Hinar upplýsingarnar varða Copper. Hún birtist hér enn skýrar en áður sem gáfuð kona og auðug, hún hlustar á samtalið í aukaheyrnartóli og er fullkomlega með á nótunum. Hér er mynd hennar nákvæmari en í fyrra skiptið: löng sígaretta, svartir hanskar, mikið máluð, allt undirstrikar óheillaeinkenni hennar. Tíundi myndrammi. Hér bætir Steve gráu ofan á svart með nýrri ósvífni. Ramminn birtir bersýnilega niðurlag samtalsins (maður verður að gera ráð fyrir einhverjum þýðingarlitlum tilsvörum inn á milli); Steve segir: „Herra 401
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.