Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Qupperneq 56
Tímarit Máls og menningar Nýjum viðfangsefnum og sjónarmiðum hljóta að fylgja breytingar á efn- ismeðferð. Nemendur, einkum á síðustu námsárum í grunnskólanum þurfa að fá tækifæri til að kynna sér fyrirbæri fortíðar og fjalla um þau sagnfræði- lega. Þeir verða að komast í kynni við sögulegar heimildir og þjálfast í að draga af þeim ályktanir. Slíkum vinnubrögðum verður ekki komið við nema hvert viðfangsefni sé kannað til hlítar. Til þess gefst hins vegar ekki svigrúm nema vikið verði frá þeirri kröfu að nemendur fái á þessu stigi eins konar yfirlit yfir helstu atburði sögunnar í heild. Val sögulegra viðfangsefna hlýtur vissulega að orka tvímælis og vera háð ríkjandi hefðum. Hér hefur sú ákvörðun verið tekin að velja söguleg viðfangsefni með tilliti til þess hve vel þau henta til að skýra af hvaða rótum þjóðfélög nútímans eru sprottin. I þessu efni er skylt að taka sérstaklega tillit til menningararfs Islendinga. Hér er kominn kjarni þess sem hneykslaði menn og reitti til reiði í fyrravetur, samþætting sögunnar við aðrar greinar, fráhvarf frá heildaryfir- ferð og tilhneiging til að nota söguna til að skýra nútímann. Varla er hægt að segja að það hafi komið fram markverð gagnrýni á þessi viðhorf, svo að það réttlæti að fara að rifja deiluna upp að sinni. En það kom fram mikið af skoðunum, og aðalviðfangsefni mitt hér er að greina þær, flokka og gagnrýna. Aður en kemur að því ætla ég samt að drepa svolítið á aðferðir manna við að heyja þessa deilu. Fúsk og leikir Guðmundur Magnússon blaðamaður segir í einni grein sinni um samfélags- fræðina (MbL 18. febr.) að fúsk og leikir hafi víða komið í stað alvarlegs lærdóms í skólum. Jónas Kristjánsson tók þetta orðalag upp og skrifaði leiðara í DV 23. febr. undir titlinum Fúsk og leikir. Þessi frasi sækir á hugann þegar maður les það sem var sagt og skrifað um sögukennsluna í fyrravetur. Ekki að það hafi verið svo mikill leikur í því, en fúsk var þar mikið. Að vísu er ekki sérstakt tiltökumál þó að höfundar greina og lesendabréfa þekki ekki alltaf réttar staðreyndir og gæti ekki alltaf fyllstu stillingar í skrifum sínum. En mér ofbjóða vinnubrögð þeirra sem hafa það að atvinnu að halda uppi málefnalegri umræðu í landinu. Þeir brugðust hver af öðrum. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins brást til dæmis þegar hann skrifaði leiðarann Engin Islandssaga í blaðið 15. nóv. og sagði að skóla- rannsóknadeild stæði þannig að undirbúningi námsefnis í íslandssögu að það væri „takmarkað við tímabilin 870—930, 1700—1720 og 1840—1880, eða 120 ár.“ Þarna mislas leiðarahöfundur grein Guðmundar Magnússonar í eigin blaði tveim dögum áður og kom þannig af stað hinni lífseigu firru um 406
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.