Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar minnsta kosti enginn sem kynnti sig sem grunnskólakennara, tók þátt í aðförinni að skólarannsóknadeild og samfélagsfræðinni á síðastliðnum vetri. Mitt mat er að við hljótum að virða sögulegan arf okkar og leitast við að miðla honum áfram til næstu kynslóðar. En við megum ekki líta á hann eins og dauðan hlut og óbreytanlegan. Eins og nú standa sakir held ég að við komumst ekki hjá því að grisja verulega þau efnisatriði sem hefur verið venja að kenna síðan á kennaraárum Jónasar Jónssonar, kynna færri Sturl- ungaaldarhöfðingja, færri biskupa og færri þjóðholla embættismenn. Þetta gerum við bæði til að fá rúm fyrir önnur og „ný“ efnisatriði og til að geta gert þá eftirminnilegri og áhugaverðari sem standa eftir. Því að umfram allt verðum við að forðast að miðla arfinum svo að veki andúð og óbeit barna. Það er kannski eina Islandssögukennslan sem er verulega þjóðhættuleg og þjóðfjandsamleg. 2. Tilraun til rökstuddrar fastheldni. Eini maðurinn sem reyndi að marki að rökstyðja fastheldni við hefðina var Guðmundur Magnússon, og sú vörn hans kom ekki fram fyrr en í Mbl. 28. jan. Hann gerði greinarmun á atburðasögu, sem hefði verið venja að kenna, og samfélagssögu, sem ætlunin væri að taka upp í samræmi við námskrá í samfélagsfræði. Síðan segir Guðmundur: Meginástæðan fyrir því að ég hef gagnrýnt . . . samfélagssöguna, er sú að hún rís ekki undir nafni sem þjóðarsaga. Það gerir atburðasagan aftur á móti. Mér virðist að það liggi í augum uppi að eiginleg saga, eða réttnefnd saga, hljóti að vera sú sem greinir frá einhverjum sérstökum, óvanalegum viðburð- um, nýmælum, uppátækjum o.s.frv. Samfélög manna, þjóðhættir þeirra, trúarbrögð, atvinnuvegir o.þ.h. eru oft svipuð frá einu landi til annars, en viðburðir í samfélögum eru með ólíkum hætti. Islensk samfélagssaga á liðnum öldum er t.d. ekki ýkja frábrugðin samfélagssögu annarra Norðurlanda, en íslensk atburðasaga er gerólík. Fallast má á það með Guðmundi að höfundar námskrár í samfélagsfræði hafi ætlað pólitískum atburðum nokkru minna rúm en þeir fá í gömlu bókunum en samfélagslýsingu að sama skapi meira. (Að vísu er langt frá því að atburðir séu sniðgengnir í nýju bókunum; þegar hefur verið gefið út efni um landnám, stofnun allsherjarríkis og sjálfstæðisbaráttuna undir forystu Jóns Sigurðssonar.) Það er auðvitað rétt líka að atburðir íslandssögunnar eru einstakir á bláyfirborðinu. Lengra er heldur ekki hægt að fylgja rök- færslu Guðmundar. Ef við skyggnumst undir yfirborð hinna pólitísku 410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.