Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 101
í fjórða kaflanum, „Alþýðubókins ideo- logi“ (81 — 102), erum við enn á vel plægðri jörð; nýjungar eru fáar og í sumum tilfellum fjarska umdeilanlegar. Það er rétt athugað hjá AS, að skyn- semistrúin í bókinni „getur minnt á heimspekinga og rithöfunda upplýsing- arstefnunnar" (82). Það mætti bæta því við, að Laxness sneri löngu seinna á íslensku einu af þekktustu verkum þeirrar stefnu, Candide (1759) Voltaires, undir heitinu Birtingur (1945). Hinsveg- ar finnst mér útleggingar AS um vísinda- dýrkun („scientism") Laxness, um raun- speki („positivism") og rökfræðilega reynslusönnunarstefnu („logisk empir- ism“) varpa litlu ljósi á efnið. Hér er mest um óþarfa handbókarfræðslu að ræða. Svipað er um útúrdúr AS um „ágreininginn milli hins ljósa og hins skreytta máls“ (84), með tilvísunum til Platós en einnig til nútíma spekinga eins- og Hans-Georg Gadamer og Júrgen Ha- bermas. Slíkt er nánast truflandi í þessu sambandi. Röksemdafærsla Laxness í Alþýðu- bókinni er vissulega ekki alltaf pottþétt og sannfærandi. Hann hefur skemmtun af að koma lesendum sínum á óvart og getur þá látið ýmislegt fjúka. En stund- um finnst mér AS gera hann kærulausari í hugsun sinni en hann er: „Eitt dæmi um að hann rugli saman hlut og tákni er þegar hann skrifar, að bílferðir útí sveit hafi komið í staðinn fyrir landslagsmál- verk“ (85). En að segja að eitthvað komi í staðinn fyrir annað er ekki að rugla saman. Laxness á einfaldlega við, að þar sem tæknin hafi gert okkur kleift að fara út til að skoða landslagið hvenær sem er, þá sé orðið óþarft að hengja myndir á stofuvegg heima hjá sér. (En auðvitað þurfum við ekki að vera honum sam- mála!) Umsagnir um bœkur Undir fyrirsögninni „Renlighetsfrág- orna“ (96—97) prófar höf. nokkurs kon- ar djúpsálfræðilegt sjónarmið á Alþýðu- bókinni. Skáldið kvað finna til sektar „sem atvinnuhöfundur (rithöfundur/ skækja)". Þá yfirfærist sálarkreppan á umhverfið, og einstaklingurinn fer að þvo burt ósýnilegan skít. En að áliti AS er „ástæða til að tala um óeðlilega hræðslu við óhreinindi hjá Laxness" (96), þessvegna skrifar hann hinn mergj- aða kafla „Um þrifnað á Islandi“ (96). Er þetta ekki dálítið langsótt skýring? Þegar Laxness skrifaði um þetta efni, dvaldi hann í Bandaríkjunum, með mönnum sem „baða sig á hverjum degi“, einsog segir í formálanum að annarri útgáfu bókarinnar, 1945. Laxness hefur einfaldlega séð það hreinlætisástand, sem hann þekkti heiman að, í ljósi reynslu sinnar þar vestur frá. En manni sem fann hjá sér köllun til að vera uppal- andi þjóðar sinnar á sem flestum svið- um, var auðvitað óþrifnaður almennings þyrnir í auga. Enda var Island ekki sér um sóðaskap á okkar breiddargráðum í þá daga. Árið 1938 samdi rithöfund- urinn Ludvig Nordström heila bók um óþrifnaðinn í sænskum héruðum, Lort- Sverige! í sambandi við „veika stéttarstöðu" (96) skáldsins tekur AS einnig upp and- stæðuna karlmaður-kvenmaður. En sem „nemandi alþýðunnar (í þjóðfélagi þar sem karlmenn ráða)“ (97) getur rithöf- undurinn litið á sjálfan sig sem veikan og „kvenlegan“. Til hinnar veiku og kven- legu hliðar telur AS friðarviljann og taó- ismann í bókum Laxness og heldur því fram, að þessir þættir séu þar venjulega holdi klæddir í „konum, oftast gömlum konum" (97). Sú staðhæfing er blátt áfram röng. Fulltrúar taóismans hjá Lax- ness eru yfirleitt karlmenn. Það nægir að 451
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.